St.John??

"Ólíkt sumum öðrum athafnamönnum hef ég alltaf borgað mína skatta og staðið við skyldur mínar á Íslandi."

 Mér finnst nú bara síðasta sort hjá "heilögum" Jóni að nefna ekki nöfn þeirra athafnamanna sem aldrei borga sína skatta né standa við skyldur sínar á Íslandi.  En, hvers vegna ætli Jón Ásgeir velji sér Ísland sem skattavettvang?  Skyldi það ekki vera vegna þess að hann og lögmannahirð hans telur íslenska kerfið auðveldara viðfangs en, t.d. það breska?  Ég get ekki betur séð en að Jón og Baugshirðin öll hafi getað dregið kerfið, frá bönkum og alla leið upp í Hæstarétt á asnaeyrunum.  Og þeim hefur líka tekist að fá gífurlega stóran hluta almennings til að trúa því að þetta hafi allt verið gert í þeirra þágu og að það hafi aldrei hvarflað að þeim að hygla sér sjálfum persónulega.


mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nokkuð til í þessu hjá þér

Jón Snæbjörnsson, 19.12.2008 kl. 08:20

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. Þeir hafa fengið fólk á band með sér með gjöfum til Barnaspítalans, það likar öllum vel við menn sem hjálpa börnum. Því miður virðist almenningur ekki sjá í gegnum plottið hjá þessum aðilum. GuSam.

GuSam (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Halldór Halldórsson;  Ert þú núna að gera Jón Ásgeir tortryggilegan fyrir það að hann geri Ísland að sínum skattavettvangi en ekki einhver önnur lönd?  Finnst þér slæmt að hann greiði skatta og skyldur á Íslandi?

Hvað hefðir þú þá sagt er Jón Ásgeir hefði vali sér t.d., Bretland eða "Channel Islands" sem skattavetvang til að greiða sína skatta í? 

Kveðja, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 19.12.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

Sigurbjörn Friðriksson;  Ég fullyrði að það eru fjölmargir Íslendingar í dag sem vildu óska að Jón Ásgeir og allt hans hafurtask hefði fundið sér skattavettvang annars staðar en á Íslandi fyrir langa löngu.  Þeir ættu kannski meira eftir í peningamarkaðssjóðum og séreignarsjóðum Glitnis en þeir gera eftir bankahrunið!  Ég hef sjálfur reynt að forðast allt sem tengist Baugshyskinu eins og pestina; og kannski tapað minna en margir fyrir vikið.  Hins vegar verð ég ávallt dapur yfir því hve margir aðilar, frá einstaklingum upp í Hæstarétt, hafa látið glepjast og trúa því enn að Jóhannes og Jón Ásgeir, ásamt viðhlægjendum, hugsi aldrei um sjálfa sig, heldur aðeins velferð annarra.

Halldór Halldórsson, 19.12.2008 kl. 11:07

5 identicon

enn kb þeir hafa stolið líka.

bpm (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:31

6 identicon

Peningamarkaðssjóðir Landsbanka afskrifuðu skuldir við bankann um 60 %, heil sextíu prósent. Þúsundir íslendinga töpuðu stórfé á þessu ! Bara hafa þetta á hreinu, þeir náðu verulega til baka sínum skuldum hér, á minn kostnað og fleiri. Þeir mega skammast sín.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:19

7 identicon

Eigum við að veðja: Hvort verður Baugsveldið gjaldþrota síðustu vikuna í janúar eða fyrstu vikuna í febrúar. 100 kall undir. Býður þú hærra ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband