Afsakið fyrirfram!

Eins og búast mátti við, ætla þeir í minnihlutasjórninni sér ekki stóra hluti og hafa því vaðið vel fyrir neðan sig, svo þeim geti skolað upp á grynningarnar þegar kemur að kosningum í vor.  Þeir ætla að halda væntingum kjósenda í algjöru lágmarki og segja að þeir hafi í raun verið þvingaðir til allra óvinsælla aðgerða; og, vel að merkja, allt hafi hvort eð er verið Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Að Samfylkingin hafi í rauninni ekki setið í ríkisstjórn í tæp tvö ár og að Framsókn, "ljósmóðirin" með klíputangirnar, hafi síðast komið að stjórn landsins einhvern tímann á síðustu öld!
mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er bara að benda á það að helmingur ríkistekna fara í að borga skuldir ENRON-istana. Og því ekki mikið hægt að gera nema að róa. Og fyrst ég er að kommenta takk fyrir að senda á okkur 165 milljarða herkostnað á ári í 40 ár.

Tekjur ríkissjóðs eru ekki nema 330 milljarðar. 2200 milljarðar bera vaxtakostnað uppá 110 milljarða. Síðan þarf að borga 55 milljarða ,miðað við að það taki 40 ár til að greiða niður skuld af höfuð stóli. Til að greiða upp gjaldþrot Sjalla, Samfylkingar og Framsóknarflokks höfum við bara 30% af því sem hálvitarnir ætluðu sér fyrir 2009, það er 500 milljarðar.. Vaxtarkostnaður hruns hægri manna er 300 milljónir á dag.

Andres (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Flokkurinn sem svipti Hafnfirðinga 2500 til 3000 störf þegar þeir börðust á móti stækkun ISALs er tekinn til starfa og lofar engum störfum í viðbót,en samt lofuðu þeir störfum á móti þeim sem töpuðust þegar deiluskipulagið var fellt var á sínum tíma hvar eru þau?.

Á meðan blæðir Hafnarfjörður.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 31.1.2009 kl. 22:42

3 identicon

Ég veit ekki hvernig þú skilur ástandið. En stækkun RIO TINTO gat aldrei búið til 3000 störf, Gerir þú þér grein fyrir því að tekjutap okkar á álversbullinu er að drekkja okkkur. LV skuldar 500 milljarða og álverð hefur fallið um 61% síðan í júlí. OR LV og OS eru svo gott sem gjaldþrota. Eigið fé er farið og ekkert situr eftir nema tikkandi skuldafen. Álið er skýrasta dæmið um hrunið.

Andres (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband