Eru opinberu réttindin bara sjálfsögð?

Það er afar forvitnilegt að sjá, að það gerir enginn athugasemd við að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skerðast ekki neitt!  Meira að segja formannskandídatarnir tveir hjá VR nefna það ekki einu orði, heldur halda áfram að tala um hvað var hverjum að kenna og hvenær.  Nú er það alveg pottþétt að það þarf að skipta um forráðamenn allra markaðssjóðanna fyrr en síðar og það verður gert!  En mesta óréttlætið fyrir okkur sem verðum að vera með eggin okkar í markaðslífeyrissjóðunum, er að horfa upp á opinbera starfsmenn með réttindi sín naglföst hjá ríkissjóði og Ögmund Jónasson sitjandi yfir öllu með belti, axlabönd, túrtappa og bleyju fyrir öllum áföllum. 
mbl.is Skerða lífeyri um allt að 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvenær eiga opinberir starfsmenn að njóta þeirra meintu forréttinda sinna, sem alltaf er nuddað frama í þá við gerð kjarasamninga? Nú er verið að keyra þá niður í launum um 5-15% t.d. í heilbrigðisþjónustunni. Eða er meiningin að þeir séu bæði beltis- og axlabandalausir? 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Þessu er fljótsvarað.  Opinberir starfsmenn eiga að vera á nákvæmlega sömu kjörum og lífeyristryggingum og aðrir landsmenn.  Þeirra lífeyrissjóðir eiga EKKI að vera með baktryggingu í vösum skattgreiðenda.  Mér er slétt sama um hvort þeir velji sjálfir að borga meira eða minna en aðrir; en þá fá þeir bara greitt úr sjóðunum í samræmi við það.  Ef Sigurbjörn Sveinsson heldur að niðurkeyrsla launa á almennum markaði sé eitthvað minni en hjá því opinbera, þá eru fílabeinsturnarnir orðnir ansi háir víða!

Halldór Halldórsson, 10.2.2009 kl. 09:24

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Getur þú útskýrt eða rökstutt hvernig þessir fílabeinsturnar, sem víða virðast vera, tengjast mér?

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Kristinn Örn Jóhannesson

Heill og sæll Halldór,

Það er hárrétt hjá þér að ég minnist ekki á þann mun sem er á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og á hinum almenna markaði í bloggfærslu minni um skerðingu á lífeyrisgreiðslum úr mörgum sjóðum. Að sjálfsögðu er þessi munur ólíðandi enda eru skattgreiðendur allir ábyrgir fyrir þessum greiðslum þegar öllu er á botninn hvolft. Oft er ekki rétt að vera með langar færslur eða tengja mörg flókin mál saman. Á það hér við.

Hinsvegar eru málin flóknari en þetta eitt. Því hef ég kallað eftir því sem ég kalla "Launatöflu þjóðarinnar" og má lesa nánar um  hér. Það þarf að skoða málin heildrænt til að fá viðunandi niðurstöður sem sátt geti ríkt um. Vonandi ber okkur gæfa til þess í náinni framtíð.

Bestu kveðjur,

Kristinn Örn

Kristinn Örn Jóhannesson, 11.2.2009 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband