Krefjumst 38,000 í launahækkun. Núna!

Satt að segja var ég að vonast eftir að þessi deila myndi leiða til að íslenska flugumsjónarsvæðið yrði lagt niður og ábyrgðin flutt til annarra landa.  Um leið myndum við losna við þessa hálaunuðu vælukjóa.  En það verður því miður ekki svo, að þessu sinni!

Við hin verðum að nýta okkur þessa óvæntu samningslipurð Samtaka Atvinnulífsins og fara fram á að fá meðalkrónutöluhækkun flugumsjónarmannanna í umslögin okkar strax!  Þetta gerir ca. 38,000 krónur á mánuði (800,000 x 4,75%).


mbl.is Samningur í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk dómgæsla í leiknum í dag.

Ég hef verið að fylgjast með dómurum EM mótsins hingað til og fundist þeir vera á mjög góðu róli; samkvæmir sjálfum sér og yfirleitt ekki mikið fyrir að láta á sér bera.  Þar til nú!  Dómgæslan í leik Króata og Þjóðverja var léleg og ekkert samræmi í dómum.  Nú geta allir lélegu íslensku dómararnir borið höfuðið hátt og sagt "Svona á að gera þetta!"
mbl.is Króatía vann Þýskaland, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna utanrikisráðherra við rannsókn glæpamála: Í upphafi skal verðmiðann skoða!

Þetta er forvitnileg afstaða.  Lögregluyfirvöld skulu sem sagt fyrst velta fyrir sér hvað málareksturinn kostar, áður en rannsókn er hafin.  Það hlýtur að vera hægt að krefja utanríkisráðherra svara um hvað henni finnist eðlilegar viðmunarupphæðir þegar lögregluyfirvöld standa frammi fyrir rannsókn á meintum glæpum.  Hvað má t.d. rannsókn morðmáls kosta?  Eða brot á fíkniefnalöggjöf?  Það getur ekki verið að hún vilji fara í manngreinarálit í þessum efnum?  Skiptir kannski Samfylkinguna máli hvort það er Jón Ásgeir eða Jón Jónsson sem er grunaður um meintan glæp?
mbl.is Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband