13.11.2008 | 17:08
Hefnd?
Sumir myndu segja að það færi ansi langt með að hefna fyrir allt saman, ef tækist að koma Guðjóni Þórðar til Bretlands!
![]() |
Guðjón hyggst sækja um störf á Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 16:08
Allt upp á borðið. Síðan kjósum við!
Hér er um svo stórkostlegar fjárhæðir að tefla, að ríkisstjórnin, jafnvel með sinn mikla meirihluta á þingi; getur ekki veðsett framtíð þjóðarinnar um langa framtíð án þess að fá til þess nýtt umboð. Þess vegna verður að leggja öll spil á borðið og gera kjósendum grein fyrir möguleikum í stöðunni. Erlendar stofnanir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB geta ekki lengur krafist trúnaðar um eitt eða neitt. Hér skal nefnilega ákveða stefnu Íslands til langrar framtíðar, innanlands sem utan-; t.d. um hvert við lítum þegar við skoðum hverjar verða kallaðar vinaþjóðir héðan í frá.
![]() |
Enginn góður kostur í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 11:05
Þjóðaratkvæðagreiðslu strax!
Allir, hver um annan þveran, lofa Íslendingum þjóðaratkvæðagreiðslu áður en gengið verði í Evrópubandalagið. Nauðungarsamningar við ESB vegna bankanna er engu minna alvörumál og ég krefst þess að leiðir verði bornar undir þjóðaratkvæði í kosningum. Fyrr þarf auðvitað að liggja fyrir hvaða aðrar leiðir eru færar, s.s. að taka upp dollar og gefa Evrópu þannig langt nef.
![]() |
Samningar um Icesave eina leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 08:49
Skríll og rumpulýður!
Ég sé að flestir þeir sem hafa til þessa tjáð sig um skemmdarverk og skrílslæti, eru með hræsnis- og yfirlætissvip yfir þessu; "Auðvitað mæli ég þessu ekki bót, en þetta er skiljanlegt og gott að það beinist í rétta átt". Ég veit að það þýðir ekkert að beina orðum til gerendanna sjálfra, sem eru yfirleitt af þeirri gerð sem eru "steiktir og pæklaðir" af áralangri óreglu. En ætli blogg-eggjendur heilalausa rumpulýðsins velti því fyrir sér eitt einasta augnablik að kostnaður vegna tjóns sem af hlýst, er greiddur beint eða óbeint úr vösum saklauss almennings; t.d. ríkissjóðs þegar Alþingishúsið er skemmt og með hækkun trygginga þegar tryggingafélög greiða bætur eins og tilfelli Valhallar.
![]() |
Máluðu Valhöll rauða í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)