27.1.2009 | 15:55
Aflýsið strax!
Utanríkisráðuneyti á að aflýsa ráðstefnunni þegar í stað og ef þeir endilega vilja, þá má gefa sem ástæðu, að ekki verði ábyrgst öryggi þátttakenda eftir þrotlausar grjótkastsæfingar íslenska rumpulýðsins. Fljótlega á svo að taka ákvörðun um að yfirgefa þessa vitaþarflausu samkundu og peningahít að fullu og öllu! Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því ég starfaði á Keflavíkurflugvell og lét þess getið, við litla hrifningu hervæddra viðstaddra, að göfugasta hlutverk ameríska hersins og NATÓ væri að skapa störf fyrir Íslendinga.
![]() |
Málstofa við óvenjulegar aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2009 | 15:46
Það viturlegasta í lengri tíma frá Ingibjörgu Sólrúnu.
![]() |
Ekki tími fyrir málfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 14:50
Ég! Um mig! Frá mér! Til mín!
Þingræðisást Bessastaðabóndans nær sumsé ekki lengra en svo, en að það sé forsetans að leggja sitt mat á hvort vilji Alþingis sé fyrir þingrofi "Það verður að vera sjálfstætt mat forsetans. Þó er hugsanlegt að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig að að dómi forsetans að hann telji það verði að vera við þeirri ósk.". Ergó! Ef forsetinn metur það þannig, þá ......... skítt með lýðræðið! Eins og venjulega með Ólaf Ragnar þá er það hans persóna sem allt á að snúast um.
En það er alveg sjálfsagt að skera forsetaeinstaklinginn úr þessari óvissusnöru með því að leggja niður forsetaembættið við endurskoðun stjórnarskrár. Forseti Alþingis getur gegnt tildurhluta núverandi embættis og það er vel hugsanlegt að Alþingi verða að kjósa forseta þingsins með auknum meirihluta hverju sinni, t.d. að 63% þingheims þyrfti til að ná kjöri til embættis forseta þingsins. Um þingrof og nýjar kosningar færi þá eins og með önnur mál Alþingis, meirihluti þings ræður!
![]() |
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)