Ekki stytta leiðir! Lengjum þær!

Auðvitað á ekki að velta fyrir sér fíflsskap eins og hagkvæmni við að halda Blönduósi inni í alfaraleið norður í land.  Svo má líka gera bragarbót varðandi önnur sveitarfélög.  Er ekki sjálfsagt að leggja af t.d. Holtavörðuheiði og láta leiðina liggja um Búðardal og fara síðan Steinadalsheiðina yfir á norðurlandið?  Tja! eða þræða bara ströndina; þannig má eflaust fá flest þorp á Íslandi örugglega inn á túrhestakortið!
mbl.is Andstaða við Húnavallaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona af því að þú segist vera í Hafnarfirði þá er rétt að benda á andstöðu Hafnfirðinga við vilja Vegargerðarinnar og suðurnesjamanna við því að láta Reykjanesbrautina liggja ofan við Hafnarfjörð í stað þess að fara þá leið sem nú er. Þar töldu Hafnfirðingar sig missa spón úr aski. Það sama eru íbúar Blönduóss að hugsa og hafa áhyggjur af.

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er þetta ekki bara ágætt eins og þetta er í dag

Jón Snæbjörnsson, 2.2.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband