Samfélagsógn er næg ástæða!

Vélhjólaklúbbar á borð við Hells Angels eru kinnroðalaus glæpasamtök um allan heim.  Flestir ef ekki allir félagar klúbbanna eru dæmdir ofbeldisglæpamenn og ég treysti yfirvöldum fullkomlega til að meta hverjir eru ógn við íslenskt samfélag og þar með til að meina þeim aðgang að landinu.  Reyndar vil ég ganga svo langt að ALLIR sem hlotið hafa refsidóma fyrir ofbeldi, skulu ætíð og hvar sem er, eiga á hættu að vera meinað að ferðast á milli landa.  Þá skiptir mig engu hvort viðkomandi teljist hafa "lokið afplánun" fyrir glæpinn.
mbl.is Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er alveg sama þótt þetta lið festi rætur hér á Íslandi - það er örugglega ekki verra heldur en glæpalýðurinn og stjórnmálahyskið sem kom landinu á hausinn og gengur ennþá laust.

Babbitt (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 16:57

2 identicon

ó, hvað ég hef litla samúð með þér mr. Babbitt! Flyttu út til þeirra og vertu þar. Fyrst þú hefur svona mikla samúð með þeim. Miðað við hvernig þú talar kæmi mér ekki á óvart að þú værir að verja þá vegna þess að þú ert tengdur þeim. Ég er alveg á sama máli og þú Halldór. Það á að meina þessu pakki að koma til landsins og setja samverkamenn þeirra hér á landi í farbann!

Helgi (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband