4.3.2010 | 11:45
Argentínsk siðblinda!
Það er ekki siðblindunni fyrir að fara hjá katólikkanum Tevez sem vill skjóta mann og annan fyrir framhjáhald, en kyssir hvern einasta auðvaldsrass sem hann kemur auga á, þrátt fyrir að þeir rassar káli hverjum þeim sem dirfist að vera með uppsteit í heimalandinu!
Tévez: Terry siðblindur og hefði verið drepinn í Argentínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varst þú að lesa rétta frétt?
Tevez vill ábyggilega ekki skjóta neinn, en sagði að ef Terry hefði verið í Argentínu, þá líklega hefði hann verið drepinn.
Sveinn Elías Hansson, 4.3.2010 kl. 12:03
Þú hefur greinilega ekki verið með gleraugun uppi! Tevez sagðist telja Terry SIÐBLINDAN!!!!!!! Það var það sem lagt var út frá, ekkert annað!
Halldór Halldórsson, 4.3.2010 kl. 13:08
Terry er siðblindur.
Sveinn Elías Hansson, 4.3.2010 kl. 13:15
Og að sjálfsögðu ætti Terry að hætta með landsliðinu, hann þarf ekki að eyðileggja landsliðsferil Bridge líka.
En af því hann er siðblindur þá gerir hann það ekki.
Sveinn Elías Hansson, 4.3.2010 kl. 13:18
Er ekki ástæðan sú að hann er Chelsea maður og þeir telja sig geta komist upp með hvað sem er. Hefði nú viljað sjá Ferguson taka á Terry, menn hafa fokið úr UTD fyrir mun minni sakir en þetta.
Sæmundur (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:19
legg til þess að menn kynni sér aðeins bakrunn Tevez og það sértaklega hvaðan og úr hvaða þjóðfélagsklassa í Argentínu áður en menn missa sig í blótsyrðunum...
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:54
það gengu hér myndir og umtalað að terri lagði í stæði fyrir fatlaða á meðan hann og konan hanns fóru að versla og borða, siðblinda er það þegar fólk getur ekki sett sig í stöðu annara og Terry er örugglega svoleiðis
Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.