16.4.2010 | 13:54
Eftirfarandi þingmenn víki á meðan umfjöllun stendur:
Úr því sem komið er verða eftirfarandi þingmenn að standa upp úr stólum sínum um stundarsakir, eða þar til lokið er meðferð Alþingis á rannsóknarskýrslunni:
Einar K Guðfinnsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristján L Möller
Siv Friðleifsdóttir
Þorgerður K Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Össur Skarphéðinsson
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr, vonandi sjá þeir sóma sinn í að biðja um LAUNALAUST LEYFI meðan á rannsókn stendur
Stefanía Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 14:19
Loksins almennilegur og sanngjarn listi. Maður sér nú oftar lista bara með sjálfsstæðismönnum en þú ert greinilega rétt hugsandi og líklega vitur maður einnig. Það er nefnilega þannig, að þeir sem hæst hafa eru gjammarar, tilheyrandi öðrum stjórnarflokknum öðrum fremur, sem eru að setja fram nafnalista þar sem vantar æði mörg nöfn á.
Hafsteinn Björnsson, 16.4.2010 kl. 15:47
Sammála þessum lista
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.4.2010 kl. 16:18
Fleiri eiga að víkja .Endanlega . 63 eru of margir .
En svo eru þeir fæstir heiðarlegir og ekki að vinna fyrir fólkið í landinu .Heldur að
njóta þess að hafa þægilega , velborgaða innivinnu .
Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 17:11
Hvenær skyldi verða ráðist í rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna? Það voru ekki alþingismenn í lokuðum hópi sem báru alla sökina í málinu.
Það þarf að taka allt fjármálakerfið og embættismannakerfið til rannsóknar og ekki má þar gleyma endurskoðendaklíkunum.
Árni Gunnarsson, 16.4.2010 kl. 17:54
Bíddu við! Á þennan lista vantar Árna Þór Sigurðsson.
Steinar (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 09:58
Þegar þingmaður víkur um lengri eða skemmri tíma að eigin ósk falla launagreiðslur niður frá og með þeirri stundu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.