Engin þörf á viðvörun úr þessari átt!!

Það er engin þörf á viðvörun af hálfu Ólafs Grímssonar um óblíða íslenska náttúru.  Mér finnst að hann ætti að halda sig við að vara menn við því sem hann þekkir mjög vel og snertir ferðamennsku á Íslandi; sumsé hestamennsku, eða öllu heldur skort á henni! 
mbl.is Lýsa undrun á yfirlýsingu forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að þú ert á þeirri skoðun að allt sem er slæmt fyrir fjárhag þjóðarinnar eigi að þagga niður? Er það ekki nákvæmlega ástæðan fyrir hruninu. Það voru margir sem fannst hlutir ekki vera að ganga upp löngu fyrir hrun en þeim var þaggað niður útaf það skaðaði ímynd landsins.

 Er skárra að reynum okkar besta í að halda þessu 'leyndarmáli' frá heiminum? Svo verður gos í Kötlu og þá lítum við út eins og hálfvitar. 

 Ættum við ekki að reyna að gefa heiminum viðvörun og þá er hægt að bregðast á einhvern hátt við. Hvað ef bara ein flugvél hrapar útaf við gerðum það ekki? Er það enþá þess virði?

 Annars var forsetinn bara að segja það sama og vísindarmenn hafa verið að gera út um allan heim í nokkra daga. Þetta eru ekki nýjar fréttir.

Unnar Kjartansson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við verðum sem þjóð að haga okkur ábyrgt á heims-mæli-kvarða og þá fer að sjálfsögðu heimurinn að treysta okkur!

Forsetinn steig fyrsta skrefið í þá átt og það met ég mikils! Það er ekki vinsælt að brjóta upp óréttlátt heims-svika-kerfið!

Ég myndi ekki treysta mér til að fara til lands sem upplýsir að allt sé í lagi fyrir erlenda ferðamenn, og öryggis gætt á öllum eldgosa-stöðvum með miklum viðbúnaði sem gengur enn, sem að sjálfsögðu kostar gríðarlegar fjárhæðir hjá gjaldþrota þjóð sem Ísland í raun er?

Sumir hafa gleymt því að við erum gjaldþrota? Eða hvers vegna svelta minnimáttar ábúendur Íslands annars?

Með hvaða peningum eru Íslendingar að halda björgunarsveitunum gangandi og hvað gengur það lengi hjá gjaldþrota þjóð?

Og öryggis úthýstra og heiðarlegra fórnarlamba banka og embættis-svikara, og björgun á þeim er ekkert að gagni og fólk þarf að þiggja ölmusur í hverri viku til að lifa af ?

Það er opinbert leyndarmál víða í heiminum hvernig þetta er á Íslandi núna!!!

Skammast ekki ráðamenn sín fyrir að fórna lífi og heilsu gamals og sjúks fólks á Íslandi til að byggja upp falskt bankakerfi á ný með því að fórna minnimáttar og gömlum einstaklingum samviskulaust?

Hvar er mannúðin og réttlætið? Þeir ráðamenn sem ekki sýna dug til að bjarga fólki núna lenda á síðum sögunnar fyrir ómannúð og grimmd!

Fólk er að flýja frá landinu sem geta, til að njóta eðlilegra mannréttinda og geta hugsað á viðunandi hátt um börnin sín, á meðan bankaræningjar fá niðurfelldar svikaskuldir sem almenningur er að taka á sig (og þá er Icesave ekki það versta), og verður í leiðinni að svíkja sín eigin börn???

Hver skilur svona aðgerðir? Ekki ég!

Fjölskyldum er tvístrað vegna heiðarleika, fátæktar og afleiðingar þess?  Sem er meðal annars tilkomin af mafíu-banka-ráni Íslands, og lágum launum verkalýðsins og skerðingu á áður ólífvænlegum lífeyri fátækustu eldriborgaranna ásamt öryrkjum sem ekki geta veitt sér björg í ómannúðlega kerfis-mafíuríkinu Íslandi?

Lífeyrissjóðirnir eru bara eins og

VÍKINGA-LOTTÓ Á ÍSLANDI? EF ÞÚ ERT VERULEGA HEPPINN VINNUR ÞÚ LÍFEYRINN SEM ÞÚ ÁTT RÉTT Á OG SAFNAÐIR ALLAN ÞINN HEIÐARLEGA STARFS-ALDUR ???

Og ef ríkisstjórnin gerir ekkert í þessu verður lífeyris-ránið bara látið halda áfram?

Mega þeir sem illa eru staddir peningalega bara deyja án þess að það snerti samvisku auðugra ráðamanna og gripið sé til björgunar-aðgerða?

Hvað á gamalt og ósjálfbjarga fólk að gera með upplýsingar um að það sé eitthvað til umfjöllunar í nefnd??? Getur fólk borðað upplýsingar úr nefnd? Ég hélt ekki? Björgunarsveit fer á vettvang og bjargar, en setur ekki eitthvað í nefnd á meðan fólkið deyr!

Gamla fólkið getur ekkert gert annað en að deyja eða fara á sjúkrahús til að fá mat og lyf!!! Hvað kostar það fyrir gamla fólkið og ríkið???

Mikil er skömm þjóðarinnar að hugsa ekki fyrst og fremst um sína fátæku og sjúku eldriborgara, sem geta enga björg sér veitt!

Það eru margir sem hafa nú þegar svipt sig lífi vegna fátæktar-kúgunar, en það er feimnismál sem gerist bak við tjöldin og ráðamenn skammast sín fyrir og vita jafnvel ekki um???  Svona Frímúrara-upplegg sem enn fær að viðgangast á Íslandi?

Margir lenda á sjúkrahúsum þegar þeir gefast upp, með tilheyrandi ríkiskostnaði (hvað kostar sólar-hringur á sjúkrahúsi) þegar þeim er sagt að passa uppá að kaupa sér réttu lyfin með einungis skuldum? Ég er með stærðfræðigreind fyrir neðan meðallag og get ekki reiknað þetta?

Það eru því miður kannski bara þeir illa stöddu sem skilja hvað ég er að tala um? Eða hvað!

Sumir hafa það svo gott í dag að þeir myndu ekki vita að það væri kreppa ef þeir hlustuðu ekki á fréttir, heyrði ég hjá einhverjum ekki alls fyrir löngu???

Þeir hafa líklega ekki staðið í röð hjá hjálparstofnunum, eða hvað?

Banvæn stéttarskipting á Íslandi? Já.

Hver hefur vald til að breyta því?

Ekki ég!

En ég segi það sem mér finnst og ennþá er tjáningarfrelsi á Íslandi!

Hamfarir eru hamfarir!!!

Er ekki kominn tími til að setja hlutina í samhengi hér á landi og í heiminum öllum? M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband