Lesið dómsorðin!

Og þá kemur í ljós að dómarinn telur Árna sekan um menntunar- og reynsluleysi til að geta fjallað um skipun í embætti héraðsdómara.  Að vísu eru engin lög sem segja að ráðherra verði að hafa þessa eða aðra menntun til að ákvarða þetta og því er engin spurning í mínum huga um að dómurinn byggist aðallega á menntahroka.  Ég tel alveg augljóst að nú hljóti einhver að kæra kvótaúthlutun sjávarútvegsráðherra í krafti þess að Jón Bjarnason er ekki fiskifræðingur!
mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hef ekki heyrt annað en Þorsteinn hafi staðið sig vel í embætti,annað hefði örugglega heyrst.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst fallegt af ykkur að vera ekki að samþykkja þetta athugasemdalaust. En ætli Björn Bjarnason hafi verið vanhæfur vegna þekkingar- reynslu- eða einhvers annars- ieysis þegar hann fékk Árna til að vinna verkið fyrir sig; og þegar hann valdi frænda Davíðs og tók hann fram yfir Hjördísi Hákonardóttur við skipan dómara í Hæstarétt?

Reyndar skýrði nú Björn þetta með því að hann væri einfaldlega á öðru máli en þeir sem dæmdu þetta vera brot á jafnréttislögum.

 Og nú er það spurningin hort þetta hafi borið vott um yfirburði dómgreindar Björns og pólitískt siðferði samanborið við dómendur eða vottur um eitthvað annað sem ég man ekki hvað er kallað.

En kannski ber þessi athugasemd mín bara vott um vanburði minnar pólitísku siðvitundar samanborðið við ykkur.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ákaflega furðulegt mál á margan hátt - er t.d. einhversstaðar staðfest að kærandi hefði átt að fá djobbið frekar en aðrir sem þóttu hæfir?

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2010 kl. 13:55

4 identicon

Skv. hefð hefur dómsmálaráðherra jafnan verið lögfræðingur. Ekki síst til þess að hann teljist hæfur til að skipa í dómarastöður. Dómurinn nú segir einfaldlega að það þurfi settur dómsmálaráðherra líka að vera. Sem er nýtt, en frekar skref framávið en dæmi um menntahroka. Það útilokar þó ekki einmitt það Árni er dæmdur fyrir; að hygla einum umsækjanda á vafasömum grunni.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband