31.5.2010 | 09:08
Verður staðið við stóru orðin, VG???
Eins og ég hef áður látið í ljós, hafa Ísraelsmenn hvað eftir annað gengið fram af samfélagi manna og Ísland hefði fyrir löngu átt að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.
En nú verður fróðlegt að vita hvort stjórnarherrar Vinstri Grænna muni standa við kokhreystina sem þeir sýndu alltaf í stjórnarandstöðu. Þá vantaði ekki vopnaglamrið í yfirlýsingum, en ætli það verði nú málið að "sýna þurfi yfirvegum og ekki ana út í einhverja óvissu"????
Svíar krefja Ísraelsmenn svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þeir telja sig sennielga geta hagað sér svona því þeir hafa bandaríkinn á bak við sig. hvað er ísrael annað en gæluverkefni bandarískra gyðinga.
GunniS, 31.5.2010 kl. 09:19
Og hvað segja Egyptar, sem hafa blokkerað Gaza í samvinnu með Ísarel, vegna þess að Hamas eru hryðjuverkamenn, sem Egyptar vilja ekkert af vita?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:52
það hefur sést lítið af því í fréttum að egyptar séu að ráðast á gaza með bandarískum vopnum. eða þeir séu að blokkera einhverja í samvinnu við ísrael. kannski ísrael ætti að hætta að taka land af gaza svæðinu undir húsnæði.
GunniS, 31.5.2010 kl. 13:29
Egyptar ráðast ekki á Gaza, en landamærin eru lokuð og meira að segja háir stálveggir settir upp, til að koma í veg fyrir vopnaflutningi inn í Gaza. Allir heilbryggðir múslimar forðast Hamas eins og heitann eldinn og segir mikið, þegar hugsað er til þess, að palestínumenn kusu þá yfir sig. Segir meira en mörg orð.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.