31.5.2010 | 13:02
Gott fyrir RÚV!
Það er þó eitt gott við að Hjálmar Sveinsson fer á kaf í borgarapparatið. Nú getur hann ekki lengur þóst vera hlutlaus umfjallandi í flokkspólitískum einræðum sínum á á fullum launum hjá RÚV. Nú hlýtur hann að verða settur til hliðar, ef hann heldur þar áfram störfum. Það sama hlýtur einnig að gilda um klerkinn Bjarna Karlsson hjá ríkiskirkjunni.
![]() |
Hjálmar tekur sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú meinar að þú viljir bara "atvinnupólitískusa" í sveitarstjórnir og Alþingi? Fólk úr öðrum störfum má ekki gefa kost á sér, nema með því að fyrirgera rétti sínum til að starfa áfram á fyrri vettvangi?
Skeggi Skaftason, 31.5.2010 kl. 13:11
Auðvitað verða þeir sem áður unnu við bein uppistands- og áróðursstörf, jafnvel þótt þeir þættust vera hlutlausir alla jafna, að víkja úr þeim störfum, þegar gríman fellur og flokksmaskínan sést malandi að baki þeim!
Halldór Halldórsson, 31.5.2010 kl. 13:57
Hjálmar hefur um árabil verið einn af okkar betri útvarspmönnum, unnið mikið og gott efni í Speglinum og í sérstökum þáttum þar sem hann fjallaði um skipulagsmál í Reykjavík. Ekki síst sú vinna hvatti hann til að taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum.
Komdu nú frekar með dæmi um meint hlutdræg vinnubrögð, Halldór Halldórsson, heldur en að blaðra svona útí loftið.
Skeggi Skaftason, 31.5.2010 kl. 16:10
Skipulagsmál í mjög þröngri merkingu eru lengi búin að vera vinsæl umræða á höfuðborgarsvæðinu. En Hjálmar er fyrsti Reykvíkingurinn sem talað hefur í fjölmiðli um mikilvægasta hlutverk skipulagshugsunar, nefninlega sköpun borgarumhverfis. Á mjög auðskiljanlegan hátt hefur hann bent á að gott skipulag er allt annað og miklu meira en bardagi hagsmunaaðila, lóðaúthlutun og hraðbrautir. Við erum að skapa umhverfi fyrir okkur sjálf og margar komandi kynslóðir. Ég skora því á Hjálmar að nota tækifærið til að hafa enn virkari áhrif á framtíðina.
Björn ólafs (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.