7.6.2010 | 11:41
Kóarar Jóhönnu.
Það er fjöldi fólks þeirrar gerðar að það myndi flytja höf og fjöll til að finna afsökun fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þótt hún stæði fyrir framan það og lygi beint upp í opið geðið á því!
Vænd um spillingu og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jafnvel þótt við höfum aldrei kosið hana
Kristbjörn Árnason, 7.6.2010 kl. 11:52
Hvaða lygi spyr ég. Jóhanna hefur svarað málinu tíu sinnum en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með leiðtogann í Hádegismóunum í aftursætinu, rembast enn. Þetta er ekki að "kóa" heldur aðeins að biðja þá sem gefa stórar yfirlýsingar um lygi og spillingu að þeir sanni mál sitt. Það hefur ekki tekist -- kannski að snillingurinn í Hádegismóunum geti bara ekki skilið að það starfa ekki allir eins og hann!
Pétur (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 11:56
Spurning hvort Sigurði Kára hafi þótt það spilling þegar Davíð réði sjálfan sig sem bankastjóra ?
Brynjar Jóhannsson, 7.6.2010 kl. 12:07
Af einhverjum ástæðum trúi ég Jóhönnu betur en Sigurði Kára.
Og svarið er; nei ég er ekki Samfylkingarmaður.
Dagný (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 12:25
Efasemdamaðurinn hérna í Stórholtinu leyfir sér stórlega að efast um pólitískt hlutleysi óflokksbundinna skrifstofumanna í Hafnarfirði.
Árni Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 12:39
Gleymum því ekki að sjálfstæðismenn hafa ekki sett fram neinar óhrekjanlegar sannanir fyrir þessum fullyrðingum.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 7.6.2010 kl. 12:41
Sigurður Kári vill að Davíð verði endurráðinn sem seðlabankastjóri. Það þarf lögfræðimenntaðan mann í þetta starf.
Annars er Sigurður Kári bara rakki sem geltir þegar honum er sigað. Það er búið að siga honum í þessu máli og hann hættir ekki að gelta fyrren Davíð segir honum að þegja.
Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.