"Enda t.d. Grikkland og Írland aldrei verið í ESB" ...

hlýtur Össur að hafa sagt á eftir þessari yfirlýsingu.
mbl.is Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða Finnar sem eru með annað sterkasta hagkerfi í heiminum á eftir Noregi, þeir eru bæði í ESB og með Evru?

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:23

2 identicon

Reyndar þá er ástandið á Írlandi ívið betra en hér, að því leyti til að hagsæld fólks (purchasing power parity) hríðlækkaði ekki eins svakalega og hérlendis. En þetta sést jú ekki ef maður kíkjir á GDP mælt í eigingjaldmiðli (þ.e. krónum hér og evru á Írlandi). Þar að auki jukust skuldir Íra ekki svakalega vegna gengislækkunar, og vextir hafa lækkað og eru víst í sögulegu lágmarki. Sama getur maður ekki sagt um vexti á lánum hérlendis. Aftur á móti þá er atvinnuleysi hærra á Írlandi í dag en hér. Þannig að Írland er ekki beint verra dæmi en Ísland, kannski bara betra dæmi.

Hvað varðar Grikkland, þá veit ég lítið um það land, en það eitt að hafa verið stórskuldugt ríki, og með 55 ára eftirlaunaldur, getur varla hafað hjálpað þeim í gegnum kreppuna. Hér á Íslandi höfðum við aftur á móti ekki stórskuldugt ríki fyrir kreppu.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:28

3 identicon

Reyndar eru hagkerfi heimsins sem eru að koma best og verst út úr þessari kreppu felst í ESB. Mér finnst mjög óvitræn röksemdarfærsla að benda á einstök hagkerfi innanan ESB til að hræða Íslendinga frá ESB.

Svo hefur Grikkland alltaf verið með allt niður um sig, með Evru dröknur (eða hvað þær hétu)innan og utan ESB......

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:32

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það að bendla ESB við ástand einstakra hagkerfa er eins og að segja að Íslendingar hefðu komið betur út úr kreppunni ef hér væru fleiri rauðhærðir, eða fleiri karlmenn - sem sagt alveg tilviljanakennd "ástæða" fyrir ástandi hagkerfis.

Þjóðverjar halda uppi Evrópu með aðhaldi og sparsemi og þar reyna menn að eyða svipað mikið og þeir þéna. Þjóðverjum hefur vegnað vel bæði fyrir og eftir að ESB var stofnað. 

Grikkir, Spánverjar, Portúgalir, Ítalir og fleiri eru í slæmum málum því þar eyða menn meira en þeir þéna.

Á Íslandi eyða menn líka enn þeir þéna, og þar fer ríkisstjórnin fremst í flokki. Ef Ísland á að komast úr kreppunni þá þurfum við að eyða minna en við þénum. Með eða án ESB.

Nema auðvitað að hugmyndin sé sú að gera Íslendinga að þurfalingum á fjárframlögum frá ESB?

Geir Ágústsson, 6.7.2010 kl. 14:53

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Á ekki Össur við það- Að gjaldmiðillinn hefði ekki hrunið- því værum við með Evru í stað krónu ? - Mér er fyrirmunað að sjá hvað myndi nákvæmlega gerast ef við gengum í evrópusambandið- en þykir miður ef einhverjir bjúrókratar ætla að skipta sér að sjávarútvegsmálum okkar. Ég vil endilega sjá hvða kemur út úr þessum aðildarumræðum en ætla að spara stóryrðin þangað til.

Brynjar Jóhannsson, 6.7.2010 kl. 15:09

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Nafni, þá hefðum við nefnilega lent í sömu stöðu og Grikkland; við skuldum svipað á haus(reyndar skulda heimilin í við meira), og störfum hefði ekki fjölgað vegna aðlögun krónunnar. Líttu bara á útgerðir í Noregi, ég seigi ekki meir. Eins mikið og sumir bölva Krónunni, þá steig hún inn og "reddaði" störfum þorra landsmanna. Eitthvað öfugt við Ríkistjórnina

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.7.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband