17.8.2010 | 08:31
Magn vs. Gæði
Einhvern veginn hefur svo æxlast að framkvæmdastjórar sveitarfélaga hafa komið sér upp "ekki minna en hinn" standard í launamálum. Það er svo eins og kjörnir fulltrúar spili með og líti á þetta eins og pissukeppni á milli sveita og bæja, þannig að "minn" er betri en "þinn" og þess vegna fær "okkar" meira borgað. Hve víða ætli sé litið til raunverulegra gæða þessa starfsmanns fyrirfram og t.d. gerður stuttur reynslusamningur í upphafi, með ódýrari "flóttaleið" fyrir launagreiðandann en ella? Ég skil vel að þetta er starf með lítið atvinnuöryggi og það mun alltaf endurspegla ráðningarkjör viðkomandi að einhverju leyti. En það verður að gera kröfu um að raunveruleg gæði liggi að baki ráðningu sveitarstjóra og fyrst nefndur var til sögunnar sá sem situr í stól borgarstjórans í Reykjavík; þá tel ég að þar séu á ferðinni gæði upp á ca. 250 þúsund kall á mánuði!
Með svipuð laun og borgarstjórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.