30.8.2010 | 11:11
Lokum fyrir samband við útlönd!!!!
Það hlýtur að vera ofarlega á dagskrá þessara öfgasamtaka "Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum" að láta loka fyrir allar útsendingar erlendra ljósmiðla til Íslands. Það er eina örugga leiðin til að tryggja að íslenskir unglingar sjái ekki vafasamar auglýsingar. Ég trúi því t.d. líka fullt og fast, að Árni Guðmundsson og kó standi nú þegar við rekkana í bókaverslunum og rífi úr erlendu blöðunum allar vafaauglýsingar, áður en þessi freisting Satans lendi fyrir framan engilásjónur saklausu unglinganna okkar.
Gagnrýna að öl sé auglýst samhliða golfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að ekki skuli vera leyfilegt að auglýsa löglega vöru eins og áfengi er fáaránleg.Áfengisauglýsingar eru allstaðar í erlndum miðlum og ef ég gæfi út tímarit á Íslandi myndi ég einfaldlega flytja útgáfuna til t.d Danmörku og æfi blöðin út þaðan.ÞAð væri ekkert hægt að segja við því enn allur skattpeningar myndu enda í Danaveldi
sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.