Er ekki búið að gráta út "réttan" dóm?

Heldur fólk að ráðamenn ríkisstjórnar, seðlabanka og fjármálaeftirlits séu ekki búnir að grenja nóg til að gera dómara réttarins skíthrædda og tryggja "réttan" dóm? Það kæmi mjög á óvart ef Hæstiréttur gerði annað en að ganga erinda lánveitenda í þessu.
mbl.is Dómur í gengislánamáli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Óháð því hvað gerist, þá er ljóst að a.m.k. hluti þeirra sem tóku gengistryggð lán mun fá lækkun sinna skulda, miðað við að ef gengistryggðu lánin hefðu verið talin lögleg.

Það eru ýmsir sem vonast til þess að lánin breytist bara í óverðtryggð lán með 2% vöxtum eða svo, en það er óraunhæft, og jafnvel ósanngjarnt - það myndi þýða gífurlegan flutning fjármagns frá fjármálafyrirtækjunum til ákveðins hóps lántakenda - og myndi leiða til þeirrar undarlegu niðurstöðu, að þeir sem ákváðu að fara varlega og tóku lán í íslenskum krónum væru nú skyndilega mun verr staddir en þeir sem tóku þá ofurbjartsýnu ákvörðun að veðja á að gengi krónunnar héldist áfram allt, allt of hátt.

Óháð þessu er ljóst að bílafjármögnunarfyrirtækin munu væntanlega öll fara í þrot - og þeir sem halda að þeir fái stórar upphæðir endurgreiddar munu væntanlega verða fyrir vonbrigðum.

Það er líka ljóst að óháð því hver niðurstaðan verður, þá mun koma til áframhaldandi málaferla næstu árin - sérstaklega hvað varðar gengisbundin lán til fyrirtækja, sem voru stundum á öðrum skilmálum en lán til einstaklinga.

Með öðrum orðum, lántakendur munu ekki þurfa að borga til baka raunvirði þess (með vöxtum) sem þeir fengu lánað, en áfallið fyrir fjármálafyrirtækin verður samt ekki meira en svo að bankarnir ættu að lifa þetta af.

Það er síðan spurning hvort stjórnvöld þurfa að leggja bönkunum til pening vegna þessa - og þess fjár verður ekki aflað nema með því að skatleggja þjónina - svolítið ósanngjarnt gagnvert þeim sem ekki tóku þátt í gengislánavitleysunni, en ekkert við því að gera.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Þorgerður María Halldórsdóttir

Vonandi ertu eins getspakur um lottótölurnar, það myndi bæta fjárhagsstöðu mína til muna.

Þorgerður María Halldórsdóttir, 16.9.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband