1.2.2011 | 00:04
Ódýrustu eða bestu leiðina!!!!
Ódýrast yrði að skipa fulltrúana 25 í ráðgjafarnefnd fyrir Alþingi og líta beint á að Hæstiréttur felldi kosningar á tæknilegum atriðum og að það er enginn að halda fram að þessir 25 hafi ekki verið "réttkjörnir"! Ef það liggur svona óskaplega á að fá "ráðgjöf" þeirra nú; á Alþingi að fara þessa leið og spara þjóðinni hundruði milljóna.
Best væri þó, ef Alþingi tæki þann pól í hæðina að "fresta" kosningunum um skeið og halda nokkra, fimm til tíu "þjóðfundi" í viðbót með tilviljunarúrtaki á næstu tveimur árum og halda síðan í framhaldinu "alvöru" kosningar til "alvöru" stjórnlagaþings. Niðurstöður slíks þings yrði síðan sett í almennar Stjórnarskrárkosningar, án beinnar aðkomu sitjandi Alþingis.
Er virkilega ekki hægt að stofna þrýstihóp um "heilbrigða skynsemi"??
Óheppilegt að skipa fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.