Upp með veskið Hr.Örlygur!

Það er alveg sjálfsagt að hætta við niðurrif þessa kumbalda, en!; bara ef lysthafendur kaupa svæðið, endurbyggja og reka sjálfir á eigin kostnað.  Þeim ætti ekki að verða skotaskuld að snara út fyrir þessu; því nýríka listamannaliði, hvers heimsfrægð er vel tíunduð í fjölmiðlum þjóðarinnar.
mbl.is Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Nokkuð harkaleg athugasemd - enn inntak hennar er vel til fundið.

Ólafur Als, 30.1.2008 kl. 16:06

2 identicon

Nýríkt listamannalið?

Menningarlegt verðmæti Sirkus er eflaust umdeilt. En verðmæti þess fyrir ferðaþjónustuna (beinn peningur kallinn minn) er eitthvað sem varla er deilt um. Það dregur fleira að ferðamenn en fjöll og fossar

Yfirlýsingin alræmda frá Hr. Örlygi (sem ætti nú að kaupa sér foss):

YFIRLÝSING GEGN NIÐURRIFI MENNINGARVERÐMÆTA


Sent til: Menntamálaráðherra, borgarstjóra, borgarstjórn, Ferðamálastofu, Höfuðborgarstofu, Húsafriðunarnefnd og fjölmiðlum


Yfirlýsing frá Hr. Örlygi, framkvæmdaraðila Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, vegna fyrirhugaðs niðurrifs Klappastígs 30 sem hýsir eitt af miðstöðvum íslensks tónlistarlífs; skemmtistaðinn Sirkus. Niðurrif hússins er ekki aðeins aðför að einu af eldri húsum Reykjavíkur með augljósa sögulega þýðingu, heldur líka tónlistar- og menningarlífi höfuðborgarinnar. Skaðinn fyrir ferðaþjónustu Reykjavíkur og nágrennis ætti að vera öllum ljós.

Hættan á niðurrifi hússins og annarra menningarverðmæta í miðborg Reykjavíkur er raunveruleg. Þann 1. febrúar er áætlað að hefja eyðileggingu Klappastígs 30 sem og annarra húsa á sama reit. Þetta er ekkert grín! Þetta er síðasta tækifæri okkar – og annara hagsmunaðila innan íslensks menningarlíf og ferðaþjónustu – til að láta til okkar taka og þrýsta á yfirvöld að grípa í taumana.

Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, skorar á hæstvirtann Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, borgarstjóra og borgaryfirvöld í Reykjavík að leggjast af fullum krafti og þunga gegn núverandi áformum um að Klappastígur 30 verði rifinn. Við bindum vonir okkar við að yfirvöld hafi kraft og þor til að bregast við með skjótum hætti og að úrræði verði fundinn til að snúa af núverandi braut eyðileggingar þessara menningarverðmæta, þó tíminn sé knappur. Mikið liggur við!

Við vonumst til að Húsafriðunarnefnd, Ferðamálastofa og hagsmunaðilar innan ferðaþjónustunar láti í sér heyra til verndunar þessa kennileitis og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðmenn. Sem og að aðrir sem starfa að tónlistar- og menningarlífi í landinu leggi sitt lóð á vogaskálarnar til að forða því menningarslysi sem nú er í uppsiglingu.

Undir yfirskriftinni “Látíð í bæ” komu hundruðir tónlistarmanna saman á Sirkus um síðustu helgi (25.-27. janúar) til að mótmæla því að “skorið sé á þessa slagæð í hjarta Reykjavíkur”. Sú breiðfylking sem þar kom saman (Megas, Páll Óskar, KK, Mugison, Múm, Sigur Rós…) sýnir vel mikilvægi staðarins í tónlistarmenningu landsins og að vilji er fyrir því að berjast gegn niðurrifi miðborgarinnar.

Tónlistarmenn skoruðu þar á yfirvöld að viðhalda og vernda menningarminjar miðborgarinnar. Í yfirlýsingu þeirra segir; “Sirkus og reyndar allur sá reitur sem húsnæði barsins stendur á tákngerir vel þá “allsherjartiltekt” sem fara á fram í miðbænum þar sem sérstæða miðbæjarins og fjölskrúðugu mannlífi hans er fórnað…”.

Íslenskir tónlistarmenn hafa lengi látið sig málið varða, enda hefur Sirkus í yfir áratug verið miðstöð grósku og uppátækja í íslensku tónlistarlífi. Áður en Sirkus hóf starfsemi sína í húsinu var það athvarf tónlistarlífsins undir merkjum N1 bars og Grand rokk. Fjölmargir listamenn og hljómsveitir hafa stigið sín fyrstu skref á staðnum og þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar alþjóðavettvangi – Björk, Sigur Rós og múm – eiga þar sínar rætur.

En nú er þörf á að fleiri leggi tónlistarmönnum lið!

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er stærsti alþjóðlegi menningarviðburðurinn sem fram fer á Íslandi ár hvert, með tilliti til fjölda ferðamanna, komu fjölmiðlafólks til Íslands og athygli á erlendri grundu. Hátíðin er haldin árlega í október í miðborg Reykjavíkur og eru tónleikastaðirnir af ýmsum toga; skemmtistaðir, krár, kaffihús, listasöfn, kirkjur og verslarnir .

NN (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:58

3 identicon

Hvaða nýríka listamannalið?

Hrólfur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef ég verð ríkur á morgun...

þá mun ég ekki kaupa neitt af þessum húsum.  Ég er farinn eitthvert annað, eitthvert þar sem allir vita hvað ég heiti.  Heim.

Krár og kaffihús mega fyrir mér fúlna og hrynja, mér er sama.  

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband