Ætli stuðningur við ESB aðild hrapi við næstu mælingu?

Það verður fróðlegt að sjá hvort stuðningur almennings við að sækja um aðild að ESB muni hrapa úr ca.70% þegar verður mælt næst??  Eða er kannski bara best að láta það koma óþægilega á óvart þegar skipanirnar koma frá Brüssel og þeim troðið niður í kok á okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr??  Í EES kerfinu höfum við smávegis umþóttunar- og umhugsunartíma þegar tilskipanir koma frá ESB, sett fram mótmæli og tafið mál; þótt á endanum komi líklega allt til framkvæmda hér einnig.  Væru íslenskir vörubílstjórar og hjúkrunarfræðingar kannski á "Mikla-Torgi" í Brüssel að mótmæla, ef Ísland væri í ESB??
mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Innan EES en utan ESB þurfum við að kyngja öllu frá Brussel án þess að hafa á það bein áhrif - einungis beðið um tímabundnar undanþágur.

Innan ESB höfum við bein áhrif á niðurstöðuna og getum fengið aðlögun að séríslenskum aðstæðum áður en tilskipanirnar taka gildi.

Því ætti 70% stuðningur ekki að hrapa út af þessu sérstaklega - ekki hvað síst vegna þess að ESB ákvæði er fyrirsláttur stjórnenda Landspítalans í þessu máli.

Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband