27.6.2008 | 11:30
Krefjumst 38,000 í launahækkun. Núna!
Satt að segja var ég að vonast eftir að þessi deila myndi leiða til að íslenska flugumsjónarsvæðið yrði lagt niður og ábyrgðin flutt til annarra landa. Um leið myndum við losna við þessa hálaunuðu vælukjóa. En það verður því miður ekki svo, að þessu sinni!
Við hin verðum að nýta okkur þessa óvæntu samningslipurð Samtaka Atvinnulífsins og fara fram á að fá meðalkrónutöluhækkun flugumsjónarmannanna í umslögin okkar strax! Þetta gerir ca. 38,000 krónur á mánuði (800,000 x 4,75%).
Samningur í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.fjs.is/upload/files/F%C3%A9lag%20%C3%ADslenskra%20flugumfer%C3%B0arstj%C3%B3ra.xls
Ég sé nú ekki þennan 800.þúsund kall í mánaðarlaunum sem fólk er að tala um ... en óhh well! Nema þá kannski með slatta af vaktaálagi og yfirvinnu og svona skemmtilegheitum
Ásta (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:42
Þetta er ekki alveg rétt reiknað hjá þér hvað þá orðað;
Um var að ræða flugUMFERÐARSTJÓRA en ekki flugUMSJÓNARMENN, þarna er um að
ræða tvö gjörólík störf.
Einstaka fulllærður flugUMFERÐARSTJÓRI á tuttugasta aldursári sem er
vaktstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni nær þessum 800.000 kalli MEÐ
VAKTAÁLAGI OG TÖLUVERÐRI YFIRVINNU
4.75% er hækkun á grunnlaunum en ekki heildarlaunum það myndi gera 19000 Kr.
hjá hæstlaunaðasta vaktstjóranum á tuttugusta aldursári í sinni vinnu.
Síðan fyrir neðan hann eru hundruðir flugumferðarstjóra sem fá í kringum
10-14.000kr launahækkun.
Fengu ekki einhver stétt síðan 25.000kr launahækkun fyrr í vor?
Kynntu þér málið áður en þú tjáir þig opinberlega
Jónas Arnars (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:00
Ég er sammála síðustu ræðumönnum um launin. Þetta er rangt reiknað hjá þér, en þar fyrir utan þá finnst mér merkilegt að þú viljir leita til nágrannalanda okkar varðandi þessa þjónustu, þar sem flugumferðarstjórar þar eru allir á 20 - 30% hærri launum en íslenskir flugumferðarstjórar, en þeir hafa dregist aftur úr frændum sínum á norðurlöndum (og Bretlandi).
Finnst líka áhugavert að þú viljir bara selja þetta úr landi, þegar verið er að reyna að fjölga störfum í hátækniiðnaði og það hlýtur alltaf að vera til bóta að hafa fleiri hálaunastörf á íslandi, þó síðan megi deila um hvort flugumferðarstjórar falli í þann flokk eður ei. En þú vilt kannski bara byggja fleiri álver og verksmiðjur, og halda launum og menntastigi niðri í landinu?
Flugumferðarstjórar hljóta einnig að hafa sinn samningarétt þótt þeir séu betur launaðir en mörg af okkur hinum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.