15.8.2008 | 20:56
Falskur tónn í Tjarnarkvartett?
Tók ég einn eftir því sem Óskar Bergsson sagði um "plott"-fund Tjarnarkvartettsins í gærmorgun? Óskar sagði í sjónvarpinu, beinum orðum, að þar hefðu VG (Þorleifur) lagt til að hann færi á fund eða hringdi í Ólaf F. og myndi segja honum að Framsókn myndi aldrei starfa með Sjálfstæðisflokknum í nýjum meirihluta. Óskar gaf einnig sterklega í skyn að þetta hefði verið gert með velþóknun Samfylkingar (Dags B.). Þannig átti að véla Ólaf F. til að enginn möguleiki væri annar í stöðunni en að Tjarnarkvartettinn kæmi aftur til valda og þá yrði Ólafur auðvitað sjálfur að víkja eftir allt sem á undan væri gengið og hleypa Margréti Sverrisdóttur, eðalsópran kvartettsins, að . Greinilega beit Óskar ekki á agnið og þá var Þorleifur bara sendur til Ólafs til að ljúga því að honum að þetta væri staðan og allt yrði klappað og klárt þegar Sjálfstæðisflokkurinn sliti samstarfinu við Ólaf formlega. Í ranni hrokagikksins Dags B. Eggertssonar heita þetta ekki "klækjastjórnmál", sem hann sakar Sjálfstæðisflokkinn um að hafa einkarétt á!!! HVað heitir þetta þá???
Athugasemdir
Ansi stór bjálkinn í auga Dags.
Halla Rut , 16.8.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.