9.10.2008 | 11:02
Ólánleg myndlíking!
Það er sannast að oft fara alls ekki saman gáfur á mismunandi sviðum þegar vel menntað fólk ætlar að grípa til skeleggrar tjáningar. Eitt versta dæmið á undanförnum árum var þegar Ingibjörg sagðist ætla að opna "Pandóruöskjuna" og átti að vera fólki mjörg jákvætt, án þess að vita að með "Opnun Pandóruöskjunnar" er átt við að hella heimsendi yfir mannheim og aðeins vonin ein eftir til bjargar. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur er oft til fyrirmyndar við sína hagfræðilegu tjáningu, en svona myndrænt þá byrjar enginn endurreisnarstarfsemi sem er "STADDUR Í HVIRFILBYLNUM MIÐJUM!!??"; heldur bíður sá aðili þar til allur hvirfilbylurinn er genginn yfir og hefst þá handa um endurreisn. Ef Ólafur er að reyna að setja vaxtaákvarðanir Seðlabanka í myndlíkingu, myndi ég miklu frekar segja að menn hefðu hlustað á veðurlýsingar, haft af þeim miklar áhyggjur en ekki gert neitt til varnar; s.s. flóðvarnir. Að þeir í Seðlabankanum hefðu með stýrivaxtahækkunum sínum jafnvel hoggið skörð í fyrirliggjandi flóðvarnagarða.
Hér hreyfist ekki neitt" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.