25.10.2008 | 19:19
Hvað fær Jón Baldvin í laun?
Hvað skyldi Jón Baldvin Hannibalsson vera með í laun, beint úr ríkissjóði? Væri ekki upplagt fyrir þessa "samvisku" vinstri liðsins, að gefa það upp? Ég óska eftir því að Jón Baldvin gefi upp hvað við, sárasaklausir íbúar Íslands, erum að borga honum fyrir að standa á torgum og hrópa????
Þögn ráðamanna mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Endilega gakktu á eftir þessu og fáðu svar við þessu.. Það eru meira en einföld laun sem hann hefur,ég held að hann sé tvítryggður (er ekki alveg klár á þvi) .
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:27
það væri reyndar áhugavert að heyra það.
Er hann ekki kominn á eftirlaun?
Er hann ekki einn af þessum pólitíkusum sem voru dubbaðir upp í utanríkisþjónustana eftir að hann hætti á þingi? Það er ekki góð stefna að nota utanríkisþjónustu og seðlabanka sem losunarpláss fyrir pólitíkusa.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.10.2008 kl. 22:37
Hvaða hvaða, maðurinn hefur gert meira fyrir Ísland en þið og afkomendur ykkar næstu öldina munuð koma til með að gera. Hver hefði verið betur til þess fallinn að vera erindreki fyrir okkar hönd? Eigið þið kjaftaskar að ofan ekki að þakka frekar fyrir verk Jóns og einbeita ykkur að vandanum! Alltént frekar en hugarsprottnum órum sem koma raumveruleikanum sem horfir nú við okkur ekkert við? Hann setti ekki eftirlaunafrumvarpið, hann er þó réttþegi í því, Hví þetta skítkast, eruð þið gjörsamlega föst á sandkassaplani góðærisára? Hver er næsta spurning?
Sindri (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.