Segjum Evrópu upp!

Það var satt að segja svo komið, að ég var að verða sannfærður um að eina leiðin til framtíðar fyrir Ísland væri innan ESB og með Evrur í viðskiptum.  Svona var nú komið fyrir mér, þrátt fyrir nasistastæla Bresku stjórnarinnar.  Ég var farinn að trúa því að ESB sæi til þess að deilur okkar vegna IceSave yrðu settar í dóm og gerð, sem báðir aðilar yrðu að sætta sig við á endanum.

Ég vil því þakka honum Jóhannesi Lætenberger fyrir að opna augu mín að nýja og sjá! þar blasir við það sem gömlu Nasistarnir í Þriðja Ríkinu vildu og stefndu að allan tímann; ekkert andskotans múður, annars skjótum við bara þig og þína!

 Nú eiga Íslendingar að segja skilið við EES og NATO og taka upp dollar.  Semja síðan við Rússa um að setja upp nokkar rakettur í Keflavík í loftrýmisverndarskyni.


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta - ég var einnig á þvi máli að eina leiðin væri að ganga í ESB, ef þeir ætla að haga ser svona geta þeir bara átt sig og við ættum að kíla á það að fá dollarinn í okkar þjónustu

Steinar Sörensson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Jens Ruminy

Það þarf ekki að segja upp ESB. Þeir eru nokkurn veginn búnir að því, og allir hinir líka. Rússalán? Ennþá í myndinni - en dregst á langann. Japanir? kannski. Kínverjar - sjáum til. Norðmenn, Svíar - um leið og IMF er komið á laggirnar, ESB + IMF? Þegar Icesave/Kaupthing Edge er leyst. USA? Sko, Seðlabankinn spyrði ekki formlega, þannig séð, ekki .... OK, Færeyingar standa með Íslandi en í minum augum lítur það frekar út eins og móðir sem gefst ekki upp á soninn sinn sem er djúpur sokkinn í fikn.

Nú ættu Íslendingar kannski að vona að það ER líf á Mars, kannski vilja einhverjir þar vera vinir okkar?

Svo er eitt úrræði eftir: að segja upp sitjandi ríkisstjórn og fá nýjar kyndlóðir á þing og í Stjórnarráðshús. Þá leysast kannski líka ógöngur í samskiptum við hinar þjóðir ....

Jens Ruminy, 10.11.2008 kl. 14:56

3 identicon

Dollari skal það vera. Allt of stór áhætta að taka margra miljarða lán til bjargar krónunni upp á von og óvon..........krónu sem enginn mun hafa trú á.

assa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband