21.1.2009 | 07:32
Aldrei í mínu nafni!
Rumpulýðurinn sem grípur til ofbeldis gegn lögreglu og eigum okkar allra talar aldrei í mínu nafni!
Hörður Torfason talar aldrei í mínu nafni!
Kristján Hreinsson talar aldrei í mínu nafni!
Magga Stína talar aldrei í mínu nafni!
Mótmæli fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú getur andað rólega, hafnfirski skrifstofumaður. Ég held að Hörður Torfa, Kristján Hreinsson og Magga Stína hafi engann áhuga á tala í nafni afturhaldshlunka og spillingarsinna eins og þín.
Jóhannes Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 07:43
...Og stjórnvöld sem beyta löggum sem grípa til ofbeldis gegn mótmælendum tala aldrei í mínu nafni
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:46
Af hverju nota stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar þetta endalausa þvaður um ofbeldi alltaf gegn mótmælendum. Það er verið að teygja hugtakið um ofbeldi ansi mikið, ef að kasta skyri og eggjum er núna ofbeldi. Eða að búa til hávaða og banka á glugga. Það er ekki ofbeldi og að reyna halda slíku fram er kjaftæði. Þeir sem beittu fyrst ofbeldi í gær voru lögreglumenn, og reyna réttlæta það með tali um steinkast þó ekkert hafi bólað á því á neinum myndböndum af mótmælunum né í fjölmiðlum. Þannig hvað það varðar, tek ég frekar orð mótmælenda trúanleg.
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:55
Þeir sem oftast tjá sig um menn og málefni í nafni ÞJÓÐARINNAR hafa minnst fylgi á bak við sig og þeim líður illa andlega. Þetta kemur vel fram hér í athugasemd frá Jóhannesi Ragnarssyni. Hann tilheyrir þessum hópi. Við svona fólk er ekki hægt að ræða af neinni skynsemi. Fjöldi mótmælenda, sem hagaði sér eins og skríll, var undir þúsund manns, en þjóðin er 310,000. Hvenær urðu þúsund manns þjóðin ??
Palli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:04
hvað er ofbeldi davið geir bankastjórar eru glæpamenn þetta hlitur að vera ofbeldi
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:06
Það var ekkert steinkast sem kom átökum af stað við Alþingishúsið í gær. Og engin rúða var brotin fyrr en löngu eftir að löggan réðst á mótmælendur. Stefán lygari Eiríksson yfirlögga fór með ósannindi um steinkast og rúðubrot í Kastljósi í gær. Enda hefur hann sýnt sig í að vera sami skíthausinn og æðsti yfirmaður hans Björn skaufhali Bjarnason. Það var nóg af steinum í garðinum við Austurvallarskíthúsið sem lágu þar óhreyfðir í allan gærdag.
corvus corax, 21.1.2009 kl. 08:13
Halldór, sem betur fer eru einhverjir Íslendingar að vakna af þrælsóttanum og aumingjaskapnum. En þér er að sjálfsögðu frjálst að láta ganga yfir þig en fyrir mína parta er löngu komið nóg.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 21.1.2009 kl. 08:14
Skríll er einnig spjald sem lið eins Palli tilheyrir, nota til að gera lítið úr fólki sem mótmælir. Ég held frekar að skrílinn sé fólkið sem situr sem fastast en á löngu að vera búið að drullast til að segja af sér. Allir erlendir aðilar sem hafa talað um ástandið hér eru agndofa yfir því að enginn, nákvæmlega enginn hafi sagt af sér né axlað ábyrgð, meðan allstaðar annarstaðar í hinum vestræna heimi væru allir sem við kæmu búnir að segja af sér. Það kalla ég skrílslæti, og hvað sem mótmælendur gera, þá er það alltaf tittlingaskítur miðað við framkomu stjórnmálamanna á Íslandi.
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:18
Því miður þarf þetta að enda á þennan hátt þar sem stjórnvöld ætla ekki að hlusta á þjóðina. Það voru fulltrúar þjóðarinnar sem voru þarna í gær og Imba verður að skilja það.
Það einsýnt að ríkisstjórnin ætlar ekki að hlusta og þá er úr vöndu að ráða. Það kom góð tilaga fram í gær hjá einum mótmælanda og hún er þessi:
“Til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar væri skynsamlegast að stjórnarandstaðan segði af sér” - já mér fannst þetta öfugsnúið í fyrstu en Alþingi er óstarfhæft ef allir stjórnarandstæðingar segja af sér og það knýr ríkisstjórnina til þess að segja af sér líka.
Við þurfum neyðar/þjóðstjórn í 1-2 ár skipaða innlendum og erlendum sérfræðingum til að fá tiltrú á alþjóðavettvangi og til að takast á við vandamálin.
Það verður bylting með eða án stjórnarandstöðu - með eða án skrifstofublóka úr firðinum.
Það er kalt á Íslandi þessa dagana, bæði í sinni og sjón svo sennilega verður þetta kallað Flís-byltingin í anda þeirra sem þurfa að norpa í kuldanum til að ná fram réttlæti.
hff (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:37
Kæri skrifstofumaður ekki var þetta fólk þarna í mínu nafni, get vel talað fyrir mig sjálf.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 21.1.2009 kl. 08:48
Þið hugdeigu, trúgjörnu vesalingar trúið öllum fréttum og jafnvel tilbúningi lögreglustjóra til fegrunar fantahegðan sumra undirmanna sinna!
Óeirðalögregla var réttnefni í gær - er þessi fyrirbrigði komu askvaðandi MEÐ DÓLGSLÁTUM í Alþingisgarðinn kl. um 13:30, þar sem friðsamir mótmælendur stóðu með sínar kökudósir og pönnur, rétt eins og framan við húsið. Höfðu þeir, óeirðalöggur, ekkert að gera en hófu samt stimpingar - hrintu fólki aftan frá, óvörum og því um líkt. Stilltu sér síðan bara í röð með bök að steinhúsinu, þar sem fyrir var vænn fjöldi léttgöngulöggu. Mátti helst halda að þeir væru að verja húsið hruni! Á húsinu voru nokkrir snjóholtar, ekkert annað - ekki einu sinni egg, hvað þá að grjóti væri kastað. Nú hafði "óeirðalöggan" valdið smámeiðslum og hneygslan fólks, á öllum aldri, er hún hrinti og stjakaði við í "innkomunni" og gat svo beðið eftir að ergelsi yfir nærveru hennar hitaði fólki í hamsi. Um þrem korterum seinna var soðið uppúr og skjaldsveinar komnir með óeirðir (!!) - gáti þá "MEYSAÐ" af hjartans lyst, handtekið, mest af handahófi og yfirleitt haldið óeirðum gangandi. Athyglisvert er að framan við húsið þar sem aðalmótmælin foru fram, sást engin plastlögga - allt var friðsamlegt þar, enda litu fréttamenn varla/eða ekki þangað!
es: nafnið Haraldur kom aldrei til tals!
Hlédís, 21.1.2009 kl. 09:03
Nafnið er víst Halldór
Hlédís, 21.1.2009 kl. 09:47
Það leynir sér lítið að það koma skynsamari hljóð úr afturendanum á þér , kannski hann sé fallegri líka , m.ö.o. skásti hlutinn af þér .
Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.