21.1.2009 | 09:38
Einhver hlýtur að fá skammir hjá Reykjavíkurborg.
Ég ætla rétt að vona að Hanna Birna hafi í sér döngun til að taka einhvern undirsátann hjá Reykjavíkurborg á teppið fyrir að vera ekki löngu búinn að fjarlægja trélíkið úr freistingarfæri rumpulýðsins! Ég geng þó ekki svo langt að krefjast afsagnar Hönnu Birnu fyrir þessa yfirsjón, eins og skríllinn ætti auðvitað að gera samstundis.
Óslóartréð borið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri nú bara íslenskt ef Hanna Birna segði af sér út af jólatré en ríkistjórnin sæti áfram þrátt fyrir þjóðargjaldþrot.
Annars hef ég þá skoðun að skríllinn sé inn í alþingishúsinu en ekki fyrir utan það.
Anna Svavarsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:50
HH: Hvað áttu við með orðinu „rumpulýður“? Frægt er í þingsögunni þegar Bjarni Guðnason tók sér þetta forna og slæma skammaryrði sér í munn í umræðum á þingi.
Kannski að skríllinn sé betri en skræfurnar í Sjálfstæðisflokknum sem vilja sitja aðgerðarlausir með hendur í skauti og aðhafast ekkert. Það er eins og þeir átti sig ekki í hvaða þjóðfélagi þeir lifa.
Auðvitað kann þetta að vera táknrænt að brenna tréð frá Ósló þegar lesnar eru fréttir um afdrif Glitnis í Noregi. Spurning hvort borgarstjórinn í Reykjavík ætti ekki bara að þakka pent fyrir sig enda sparað einhverja aura við að fjarlægja tréð.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 09:55
Orð eins og rumpulýður og skríll eru notuð óspart af fólki sem er í eða tengist Sjálfstæðisflokknum og hefur einhverju að tapa ef "rumpulýðurinn" nær sínu fram og kosningar fari fram
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.