Aflýsið strax!

Utanríkisráðuneyti á að aflýsa ráðstefnunni þegar í stað og ef þeir endilega vilja, þá má gefa sem ástæðu, að ekki verði ábyrgst öryggi þátttakenda eftir þrotlausar grjótkastsæfingar íslenska rumpulýðsins.  Fljótlega á svo að taka ákvörðun um að yfirgefa þessa vitaþarflausu samkundu og peningahít að fullu og öllu!  Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því ég starfaði á Keflavíkurflugvell og lét þess getið, við litla hrifningu hervæddra viðstaddra, að göfugasta hlutverk ameríska hersins og NATÓ væri að skapa störf fyrir Íslendinga.


mbl.is Málstofa við óvenjulegar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er löngu tímabært að hætta í þessum hryðjuverkaklúbbi og nota fjármuni til friðar og öryggis með öðrum og skynsamlegum hætti.

Þórður Pálsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Ingvar Þórisson

Uss ekki aflýsa gefið okkur tækifæri á þessum sögulegu tímum hvað okkur

finnst um þetta.....

Ingvar Þórisson, 27.1.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Ingvar Þórisson

æ það vantar til að sýna... hvað okkur finnst.... Við þurfum að láta heiminn

vita að við gerðum byltingu....

Ingvar Þórisson, 27.1.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Höfum við efni á svona samkvæmum?

Auðun Gíslason, 27.1.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband