27.1.2009 | 15:55
Aflýsið strax!
Utanríkisráðuneyti á að aflýsa ráðstefnunni þegar í stað og ef þeir endilega vilja, þá má gefa sem ástæðu, að ekki verði ábyrgst öryggi þátttakenda eftir þrotlausar grjótkastsæfingar íslenska rumpulýðsins. Fljótlega á svo að taka ákvörðun um að yfirgefa þessa vitaþarflausu samkundu og peningahít að fullu og öllu! Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því ég starfaði á Keflavíkurflugvell og lét þess getið, við litla hrifningu hervæddra viðstaddra, að göfugasta hlutverk ameríska hersins og NATÓ væri að skapa störf fyrir Íslendinga.
Málstofa við óvenjulegar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er löngu tímabært að hætta í þessum hryðjuverkaklúbbi og nota fjármuni til friðar og öryggis með öðrum og skynsamlegum hætti.
Þórður Pálsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:04
Uss ekki aflýsa gefið okkur tækifæri á þessum sögulegu tímum hvað okkur
finnst um þetta.....
Ingvar Þórisson, 27.1.2009 kl. 16:39
æ það vantar til að sýna... hvað okkur finnst.... Við þurfum að láta heiminn
vita að við gerðum byltingu....
Ingvar Þórisson, 27.1.2009 kl. 16:41
Höfum við efni á svona samkvæmum?
Auðun Gíslason, 27.1.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.