28.1.2009 | 15:49
Við skulum muna hvaða flokkar fella reglugerðina úr gildi!
Auðvitað eigum við að nýta hverja og einustu auðlind og alveg sérstaklega á þessum tímum. Ég ætla bara að biðja fólk um að muna hvaða flokkar það verða sem fella nýsetta reglugerð um hvalveiðar úr gildi, Samfylking og Vinstri Grænir, ein einnig stuðningsflokkanna Framsóknar og Frjálslyndra.
Fagna hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ég ætla að muna það. Vona svo að þetta sé síðasta embættisfærsla EG. Svona fólk á ekki að koma nálægt pólítík.
Kolbrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 17:13
Ekki meiri gjafakvóta. Ef gefa á út kvóta á hvali þá verður það að vera byggt á vísindalegu mati Hafró og boðið upp og sellt hæstbjóðanda. Þannig geta friðunarsinanr borgað fyrir veiðileyfið ef þeir vilja koma í veg fyrir veiðarnar.
Við verðum að muna að það eru margar lausnir á sérhverju vandamáli og ef við förum af auðmýkt gegnum hlutina getum við fundið leið sem hægt er að ná sátt um.
Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.