6.2.2009 | 17:59
Gylfi "gefur okkur puttann"!
Gylfi Magnússon "fagráðherra" flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í dag. Hann flutti okkur sína sýn um ný drög að löggjöf um Seðlabanka Íslands, en sagði okkur um leið að ykkur, það er að segja okkur puplinum, kemur ekki rassgat við hverjir sömdu frumvarpsdrögin. Sem sagt, "gaf okkur puttann"!
Aldrei tekist að reka almennilegan seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
æ blessaður hvernig nennir þú þessu. Hverjum er ekki sama um nöfnin á álitsgjöfunum á meðan heimilin brenna.
Aukin heldur sagðist hann ekki geta svarað því nákvæmlega í ræðustóli Alþingis enda bara nýkominn til starfa. Skoðaðu málin áður en þú ferð að þyrla upp moldviðrinu.
Gylfi var langflottastur og tók Sjálfstæðismenn í nefið. Lét ekki draga sig inn í pólitískan hrákaskinnsleik eins og Björn Bjarna sérstaklega reyndi að gera, sá lét eins og stunginn grís í höndunum á Gylfa. Ragnheiður E. virtist helst sjálf vilja stýra peningastefnu Íslands, guð forði okkur nú frá því.
Gaman að heyra í svona nýju fólki á Alþingi sem veit hvað það er að tala um og talar málefnalega og af þekkingu
pési (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:58
"pési" er greinilega einn af þeim þar sem "skiptirekkimálibaraefþúertámótiSjálfstæðisflokknum"! er aðalatriðið. Kæmi mér ekki á óvart ef fyndust hjá "honum" þvag-og saurbombur ætlaður löggunni við sín skyldustörf!
Í mínum bókum heitir þetta FASISMI!
Halldór Halldórsson, 7.2.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.