20.2.2009 | 07:30
Og hverjir eiga 10 - 11?
Ég þreytist seint á að segja sögu frá því fyrir nokkrum árum síðan, að ég var staddur þar sem virðuleg frú var að dásama Jóhannes og Jón Ásgeir fyrir Bónusverslanir sínar og lágu verðin; samanborið við helvítis okurbúllurnar sem íhaldsgróðapungar reka. Ég spurði hana sérstaklega um 10-11 búðirnar og konan náði ekki upp í nef á sér fyrir bræði yfir þeirri mafíustarfsemi og gott ef hún nefndi ekki að það væri augljóst að hundingjarnar, eigendur þeirra, gerðu hreinlega út á gamla fólkið sem ekki hefði jafn mikil tækifæri á að stunda stórverslanirnar. Auðvitað sagði ég frúnni að það væru þeir Jón Ásgeir og Jóhannes sem ættu 10-11 búðirnar líka, en það var bara ekki orði við hana komandi og ég er viss um að frú þessi heldur enn að það séu einhverjir einkavinir Davíðs og Björns Bjarnasonar sem reka búðirnar! Hvernig væri að fara að tala alltaf um "Jóhannes í 10-11"?
348% verðmunur á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð ábending. En geturðu sagt mér af hverju Íslendingar verzla í 10-11?
Birnuson, 20.2.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.