27.2.2009 | 09:09
Hvað gera Hörður og búsáhaldabyltingin?
"Stjórnarskrána í gildi!! "Stjórnarskrána í gildi!" "Stjórnarskrána í gildi!
Skyldi Hörður og búsáhaldadeildin vita að stjórnarskráin krefst þess að embættismenn séu Íslendingar? Talið bara við Sigurð Líndal, helsta ellismellinn á sviðinu.
Nýr seðlabankastjóri settur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það var ákvæði í nýju lögunum sem heimiluðu að útlendingur tæki við starfinu á eftir Davíð þangað til að ráðinn verður formlega bankastjóri eftir að staðann hefur verið auglýst.
Daníel Sigurðsson, 27.2.2009 kl. 09:18
Daníel, það kannski meira verið að fjalla um það oggulitla smáatriði að stjórnarskráin er alltaf öðrum lögum æðri. Það hefði verið hægt að setja í hrákasmíði Jóhönnu að bankastjóri þyrfti að vera Marsbúi, stjórnarskráin er samt æðri.
Ég veit að botnlaus dýrkun skrílsins á Jóhönnu veit sér engin takmörk, en hún er fjandakornið ekki yfir stjórnarskrána hafin (þó hún taki sér það leyfi að brjóta lög að vild og hljóta dóma fyrir).
Liberal, 27.2.2009 kl. 09:20
Það er með hreinum ólíkindum hvað siðferði hennar Jóhönnu Sig. er yfir lög og reglur hafið.
Nú er það bara spurningin hvað verður næst. Ætli málfrelsið sé komið á aftökulista?
Helgi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:30
Væri nokkuð að því að ráða Marsbúa í Seðlabankann, eftir það sem á undan er gengið ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.2.2009 kl. 09:34
Heimtum kosningar STRAX!
Björn Ingi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:41
Liberal, þér ferst algerlega að tala um botnlausa dýrkun. Er ekki kominn tími til að þið hægrimenn takið ykkur nokkra mánaða frí frá því að tjá ykkur um stjórnmál?
Magnús (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:32
Já, ég held að við heimtum kosningar strax. Það er fokið í flest skjól þegar meira að segja forseti Alþingis er einn útrásarvíkinganna. Hann var a.m.k. í því að skipuleggja upphafið sem bankaráðsmaður í Landsbankanum 1998 til 2003 og í bankaráði Heritable-bankans í London 2002 til 2003. Það er skondið að sá, sem á að taka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, er hugsanlega til rannsóknar hjá nefndinni. Það er sama hvar maður drepur niður fæti. Ég held hins vegar að sjálfskipaður siðferðispostuli þjóðarinnar muni ekki gera þetta að umræðuefni nk. laugardag frekar en að útlendingar eru settir yfir íslensku þjóðina eins og gerðist á miðöldum. Fáum við ekki bráðum norska sýslumenn og jafnvel hirðstjóra?
Bergur (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:32
Jóhanna sagði við fréttamann RÚV að hún ætlaði ekki að segja af sér þrátt fyrir að hafa verið dæmd fyrir að brjóta stjórnsýslulög. Hún var hreinlega ósammála þessum lögum og taldi sig ekki þurfa að fara eftir þeim. Nú telur hún sig geta brotið stjórnarskrá landsins og hvers vegna? Af því bara.
Við getum verið ósammála ýmsum lögum en við veljum ekki og höfnum þeim lögum sem við viljum fylgja. Spurning hvað Jóhanna segði ef einhver stæli sjónvarpinu hennar og kæmi svo fram og segðist ekki sjá neitt athugavert við það því lögin væru bara vitlaus.
Landið (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.