Vegna "frammistöðu" Katrínar Júl. á Alþingi.

Þessi var búin til út af öðru tilefni, sem þó var ekki ólíkt; en vegna framgangs Katrínar Júlíusdóttur á þjóðþinginu og víðar þar sem ég hef rekist á "afurðir" hennar:

Að hún skuli tala skýrt

skammur reynist biti.

Á fraukunni er höfuð frítt,

en frekar rýrt af viti!


mbl.is Mörður: Ég átti að fylgjast betur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Úff!! Njóttu vel, samdirðu þetta um konuna þína eða dóttur?  Vona að þú talir ekki svona til þeirra....það er tákn liðinna tíma vinur minn en ég tek það fram að þetta er alveg ómálefnaleg gagnrýni bara smá áminning til íhaldsinns að kynin skulu hér á landi standa jöfn gagnvart lögum og rógburður og dónaskapur byggður á kyni og þjóðerni er ólöglegt athæfi.

Einhver Ágúst, 3.3.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Páll Jónsson

Ágúst: Ágætis ábending en við erum býsna langt frá því að búa í þjóðfélagi þar sem farið er í mál ef einhver er kallaður heimskur.

Páll Jónsson, 3.3.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mér finnst alveg sjálfsagt að telja fram kosti fólks í bland við ágallana þegar á það er lagt mat og hefur ekkert með mismun kynjanna að gera.  T.d. er ég sjálfur ekki með frítt höfuð og að því ég best fæ séð, ekki þú heldur.  Svo verðum við líkast til ekki sammála um hverjir kostirnir okkar eru, en hjá þér virðist vitið þó ekki ætla að bæta fyrir ófrýnileikann, sem það óneitanlega gerir oft; eins og ég sé vel á sjálfum mér.  Auðvitað er þetta miður í þínu tilfelli, en ég held að þú verðir bara að sætta þig við það!

Halldór Halldórsson, 3.3.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er aukaatriði, þú ert ljótur en snjall, og konur eru mæður okkar, dætur, systur og frænkur. En að gefa í skyn að einhver sé sætur og heimskur eða ljótur og gáfaður er athyglisverður máltilbúnaður og þætti mér gaman að vita hvort þú kallaðir einherja karlmenn fríða og þá hverja?

En já þetta flón er ósköp sátt í sinni heimsku þakka þér fyrir....enda gerir manngreining spekinga okkur að jókernum og gosanum, gosinn er sjálfumglaður hægri maðurinn sem alltaf hefur rétt fyrir sér með minni áhyggjur af áliti aumingjanna og jókerinn er draumkenndur vinstri sinninn sem sjaldan hefur rétt fyrri sér en vill öllum vel og vill vera vel séður.

Einhver Ágúst, 6.3.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband