Heimska eða lygi???

„Þegar Hafnarfjörður tók ákvörðun um að selja okkur þetta þá vorum við af fullum heillindum að vinna að því að kaupa hlutinn þar til að samkeppnisyfirvöld gripu inn í málið. Við vorum að vinna að því að fjármagna þessi kaup."  Haft eftir Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur.

Hvaða menntun skyldi téður Hjörleifur hafa?  Getur verið að hann sé bara ómenntaður fyrrverandi sendill hjá OR sem hefur blóðsveittur unnið sig upp í forstjórastólinn og hefur því sæmilega góða afsökun fyrir því að "hafa ekki vitað betur", þegar þeir hjá Orkuveitunni keyptu hlutina af Hafnarfjarðarbæ?

Nú er ég ekki langskólamenntaður, en ég skil þó fjandakornið; að þegar menn skrifa undir kaupsamning, án nokkurra fyrirvara, þá eru menn ekki lengur "af fullum heillindum að vinna að því að kaupa hlutinn"!  Kaupin eru þegar um garð gengin á þessum tímapunkti og mál að hefja greiðslu kaupverðsins í samræmi við skilmála kaupsamningsins!


mbl.is Orkuveitan ætlar að áfrýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband