15.4.2009 | 11:56
Vegna skrifa Jónasar Kristjánssonar:
Jónas Kristjánsson, sem fyrr fékk milljónamánaðarlaun fyrir að stjórna dagblöðum og heldur sig enn vera eitt aðalnúmerið í bænum, skrifar hneykslunargrein um að lögreglan skuli ekki leyfa þessu húsnæðislausa fólki að taka yfir lítið notaðar eignir annarra án endurgreiðslu. Ég vil því benda þessu fólki á upplagðan stað til að leggja undir sig, nánar tiltekið býlið Kaldbakur í Hrunamannahreppi, sem er lítið notað vegna ritræpu eigandans á netinu. Þar getur hústökufólk eflaust einnig fundið fjölmarga gæðinga sem það má ríða út eins og það vill. Ég hef líka fyrir satt, að eigandi þeirra sættir sig fullkomlega við að eignir hans verði teknar yfir og að rumpulýður af Austuvelli og Vatnsstíg sé alveg sérstaklega velkomið.
Sextán handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þykir þú sýna af þér frekar lúalegt viðbragð - við grimmri gagnrýni JK á yfirgang fjáraflamanna - sem gert hafa þjóðfélagið nær gjaldþrota.
Hvet þig til að endurskoða skrif þín - ekki síst þar sem ekkert í skrifum JK um þetta mál beinist að persónulegum og daglegum umgengnissviæðum svokallaðra eigenda húsanna við Vatnsstíg - eða fjáraflamannann sem standa að yfirgangi í borginni.
Benedikt Sigurðarson, 15.4.2009 kl. 12:15
Jónas Kristjánsson er besti blaðamaður landsins. Halldór endilega haltu áfram að opinbera þitt innræti með meiru af skítkasti.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.