8.5.2009 | 08:39
Breskir lygarar skilja ekki fyrr en skellur í tönnum!
Það er alveg ótrúlegt að Gordon Brown skuli geta komist upp með að ljúga því til að íslenska þjóðin beri ábyrgð á töpuðum innistæðum í breskum banka! Ég hélt, satt að segja, að þetta gæti aðeins gerst í örgustu fasista- og kommúnistaríkjum. Allir breskir þingmenn og hver einasti fjölmiðill þar í landi eru greinilega slegnir blindu fyrir hverri lyginni á fætur annarri úr þeim ljóta tranti Samfylkingarforingjans í Downingstræti 10. Það liggur því fyrir að við verðum sjálf að vekja breta til umhugsunar og það getum við gert með áhrifaríkum hætti. Við slítum stjórnmálasambandi við Bretland!
![]() |
Bretar að semja við IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.