15.5.2009 | 20:53
Mín skoðun!
Allt frá fyrstu andardráttum "búsáhaldabyltingarinnar" réri Ragnar Þór Ingólfsson að því að verða framtíðarfulltrúi VR (stéttarfélagsins míns) í stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. Þetta hefur allt kristallast nú! Eina svar stjórnar VR er einmitt að koma í veg fyrir að téður Ragnar verði kjörinn í stjórn Lífeyrissjóðsins. Við, greiðendur og lífeyrisþegar þurfum allt annað en "BYLTINGU" á þessum tímum!
Segir túlkun formanns VR aðra en stjórnarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þekki ég hvorki "haus né sporð" á Ragnari þessum annað en að "frétta" að hann væri í raun meira atvinnu"rekandi" frekar en launþegi. Hins vegar sló það mig strax, að Ragnar þessi virtist einblína á Lífeyrissjóðinn og ekkert annað! Að þar þyrfti aldeilis að koma "byltingu" til leiðar! Ég trúi því hins vegar að tiltölulega góð staða lífeyrissjóðanna okkar sé fyrst og fremst því að þakka. að sjóðunum er stjórnað með aðkomu launþega og atvinnurekenda. Ég er svo handviss um að við værum alls ekki í þeirru lífeyrisstöðu sem við erum í, nema fyrir að bæði launþegar og atvinnurekendur sáu hag í því að haga málum með þessum hætti. Það má eflaust margt segja um ótrúleg launakjör starfsmanna sjóðanna og eflaust rétt að taka þar til höndum. Ragnar Þór Ingólfsson er alltént ekki "rétti maðurinn á rétta staðnum" til að koma heilbriðgðri skynsemi til leiðar. Ég býð mig fram!
Halldór Halldórsson, 15.5.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.