Hún kemur og bítur þig í rassinn!

Mig minnir að það hafi verið í Þýskalandi, frekar en í Noregi, að ég heyrði orðatiltæki á þá leið, að þegar manni tókst ekki að slá flugu sem var að angra mann, að þá kæmi hún aftur og biti þig í rassinn.  Er það ekki stórkostlegt hér á Fróni, að þegar við erum búin að fordæma stefnu og framgang Seðlabankans í gengis- og verðbólgumálum undanfarin ár; þá setjum við til forystu bankans einmitt þá menn sem eru og voru aðalhugmyndafræðingar stefnunnar,  jú, jú, ...... sem bankastjóra og aðstoðarbankastjóra stofnunarinnar!
mbl.is Már skipaður seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Var við öðru að búast.  Elítan er búin að koma sér þægilega fyrir aftur og almenningur á að sýna þjóðarsátt um stöðugleikann.  Það er ekki einungis að manni svimi heldur verður manni flökurt líka.

Magnús Sigurðsson, 26.6.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Ekki er að efa að þeir báðir eru vel hæfir sem Bankastjórar. Ennnnnnn Davíð Oddsson var það líka....:-)

Pétur Ásbjörnsson, 26.6.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband