Búið mál!? Ekki alveg.

Ég er sammála því að þessi leikur verður aldrei leikinn aftur og að Frakkland er komið í lokakeppnina.  Lengra verður ekki komist fyrir Íra, en að benda á óréttlætið og framkomu Henry.  En hvernig er  það??  Er ekki í dag reglulega verið að útdeila bönnum á leikmenn sem verða uppvísir að viljandi brotum og óíþróttamannslegri hegðan, sem fóru alfarið framhjá dómurum leikjanna? Sjónvarpsupptökur hafa ítrekað verið notaðar til sönnunar slíks framferðis og leikmenn dæmdir í bönn.  Af hverju nefnir enginn að Henry eigi að dæma í bann?  Ég sting upp á 10 landsleikja banni!


mbl.is Á fótboltinn að færa sér tæknina í nyt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að dæma Henry í algert bann frá fótbolta og dómara tríóið líka hvað Franska landsliðið snertir á banna áhorfendur á næstu fimm heimaleiki þeirra.

Kristinn Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 12:22

2 identicon

Kristinn, fyrir hvað á að setja dómaratríóið í bann? Fyrir að vera ekki með sjónvarpsskjá fyrir framan andlitið með endursýningar úr 5 mismunandi sjónarhornum?

Dæmigert hálfvitakomment.

Gulli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband