Það sem mér finnst leitt .....

er að hundaklyfberi á borð við Þráin Bertelsson skuli sitja á Alþingi.  Ég er handviss um að honum hefði ekkert fundist verra þótt einhverjum hefði verið stútað af ofbeldisliðinu í mótmælaaðgerðunum.  Það var stór hluti mótmælenda á Austuvelli og víðar sem fyrirleit og fyrirlítur enn þetta pakk!
mbl.is Réttarhöldin blettur á réttarfarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Ertu til í að útskýra "ofbeldislið"? Ertu að tala um þá mótmælendur sem voru að reyna að komast á þingpallana og þá sem hafa nú verið ákærðir? Ertu til í að benda á hvaða ofbeldi þau áttu upptökin að, ef það eru þau sem þú ert að tala um?

Veistu um hvað þessar kærur fjalla? Þær hafa nákvæmlega ekkert að gera með meint ofbeldi (les: sjálfsvörn) að gera, þó mbl.is hamri á því. Þær fjalla um það að þeir sem trufluðu störf alþingis hafi þar með ógnað öryggi þess. Þannig að ef þú varst á Austurvelli að garga meðan alþingi var að störfum, varst þú líka að ógna öryggi Alþingis. Það bara henta valdshöfum betur að taka fyrir þá sem þeim er verst við, og gera úr þeim bófa, svo skrifstofumenn í Hafnarfirði geti fordæmt "ofbeldi" og verið heima, þrátt fyrir að þú hafir gert nákvæmlega það sem kært er fyrir.

Það er skömm að fréttinni á mbl.is um rýmingu réttarsalsins. Þeir gefa í skyn að salurinn hafi verið rýmdur út af kínverja sem voru sprengdur. Það er hrein lygi. Það voru tveir snúnir niður af her lögreglumanna af því þeir fóru fram á að fá að standa, eins og við síðustu fyrirtöku málsins. Þetta á ekki að tíðkast í réttarríki.

Einhverjir lúðar sprengdu kínverja fyrir utan, eftir að frávísunarkröfunni var hafnað. Svo grípur mbl það og vill meina að þess vegna hafi fólki verið hent út úr réttarsalnum. Þessar valdastofnanir ljúga hver fyrir aðra, og ég sé ekki að nokkuð réttlæti muni finnast á þessu úldna skeri, nema eitthvað róttækt gerist hér.

 Jón Thoroddsen

PS: ég er ekkert hrifnari af Þráni en þú.

Nonni, 30.4.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband