Jón Baldvin forsætisræaðherralærði.

Ef grannt er skoðað, hlýtur Jón Baldvin að teljast til aðal arkitekta bankahrunsins.  Má ég minna á að Jón þessi er búinn að hamra á því að við fengum "allt fyrir ekkert" með upptöku EES samningsins og svo kom iðulega fram í drottningarviðtölum að Jón Hannibalsson hefði hreinlega "lært" til þess að verða forsætisráðherra.  Auðvitað komu fleiri persónur fram í þessu leikriti og pólitíkusar hefðu betur skoðað hvað þetta "allt fyrir ekkert" samningur hafði að segja í smáa letrinu; sumsé að Evró-kratar myndu bara túlka samninga sér í hag þegar á reyndi og að í rauninni hefði EES samingurinn þýtt "þú tapar öllu og færð ekkert í staðinn!"
mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er ekki  kominn tími á þig kæri Jón ! Nú átt þú bara að vera góður við hana Bryndísi þína og ekki skipta þér af því sem þér kemur ekki við. Þú ert skemmtilegur í málfundafélagi og stundum gaman að þér í fjölmiðlum. En ég verð samt að segja þér að þú ert meiri arkitekt að bankahruninu en Ingibjörg . Sem utanríkisráðherra á rúmu ári hafði hún ansi takmarkaða möguleika til að bjarga bönkunum . En gaman að því að Framsóknarmönnum hefur tekist að sópa öllu sínu sukki og óþrifnaði og segast bara ekki hafa komið nálægt þessu.Mesti spillingarflokkur forever eða þannig.

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband