Ætli Óli neiti að skrifa undir?

Það er ljós að Bessastaðabóndinn vill hafa hönd í bagga um skipan næstu framtíðar Íslands.  Og nú hefur hann fengið staðfestingu á því að forsætisráðherranum er ekkert mikið í mun að fara eftir lögum landsins; allt upp í stjórnarskrána.  Ætli þetta séu ekki samantekin ráð um að framlengja "björgunaraðgerðir" í vinstri anda fram til hausts??

 

 

 


mbl.is Ekki hægt að hefja utankjörstaðaatkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjur, eignir og skattar seðlabankastjórans 2006 og 2007!

http://www.skattelister.no/?do=more&k=0217&id=acd11cfe9945c1d7a4d4792821061372&navn=SVEIN%20HARALD%20ØYGARD

Farið inn á linkinn hér að ofan og þá sjáið þið tekjur, eignir og skatta áranna 2006 og 2007 þessa spekings.  Hann hlýtur að hafa komist í einhverja útrásina miðað við að eignir hans aukast um 12 milljónir norskra króna á milli þeirra ára.  Og ég er ansi hræddur um, miðað við tekjurnar hans 2007, að hans þurfi að vera eitthvað hærri en þessi lúsarnánös sem íslenskir seðlabankastjórar fá á mánuði.


mbl.is Skilur vandamál Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Hörður og búsáhaldabyltingin?

"Stjórnarskrána í gildi!!  "Stjórnarskrána í gildi!"  "Stjórnarskrána í gildi!

Skyldi Hörður og búsáhaldadeildin vita að stjórnarskráin krefst þess að embættismenn séu Íslendingar?  Talið bara við Sigurð Líndal, helsta ellismellinn á sviðinu.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki fleiri ellikratabelgir til?

Megi sem flestir elliærir og geðstirðir kratar fylla framboðslistana hjá Samfylkingunni í vor!
mbl.is Jón Baldvin tilkynnir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurn fjandann vilja þingmenn upp á dekk???!!!

Eftirfarandi kemur fram í umfjöllun á visir.is þar sem sagt er frá því að minnisblað hafi fylgt skýrslunni til nefndarmanna í viðskiptanefnd:  "Höfundar minnisblaðsins, sem eru starfsmenn í forsætis- viðskipta- og utanríkisráðuneytis, segja að ekki verði séð að skýrslan eigi að hafa áhrif á afgreiðslu frumvarpsins."

Hvurn fjandann eru þá óbreyttir Alþingismenn að derra sig, þegar hálaunaðir embættismenn og útsendarar framkvæmdavaldsins eru búnir að segja þeim fyrir verkum?  Vita þessar þingmannablækur ekki hvar valdið liggur?


mbl.is Viðskiptanefnd kölluð saman síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hver er formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins (í leyfi)??

"Varðhundur frjálshyggjunnar. Staðreyndin er sú að Samkeppnisstofnun hefur reynst  einhver dyggasti varðhundur frjálshyggjunnar sem hugsast getur. Það fer ekki framhjá neinum hve mjög stofnunin hefur beint spjótum sínum að hinu opinbera. Ekkert virðist mega gera á samfélagslegum forsendum lengur án þess að það komi til rannsóknar hjá Samkeppnisstofnun. Ef minnsti grunur leikur á að það stríði gegn viðskiptahagsmunum einhverra á markaði  þá hefur Samkeppnisstofnun verið að mæta. Blásið hefur verið til sóknar með miklu brambolti, jafnvel  húsleit  og ekki linnt látum fyrr en samfélagið hefur látið undan."  (höf.Ögmundur Jónasson, 25/4 2008)

Formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, en í leyfi, er Gylfi Magnússon.  Það getur þó ekki verið að það sé sami Gylfi Magnússon sem nú segir að "margt hafi verið óeðlilegt í verslun á umliðnum árum? En ef svo er, hvernig skyldi vinarþelið vera á milli viðskiptaráðherrans og heilbrigðisráðherrans, miðað við hvað sá sagði fyrir innan við ári síðan?  Nema að þetta sé lík allt annar Ögmundur Jónasson?


mbl.is Óeðlileg samkeppni í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið Ísland út strax!

Og ég krefst þess að allur fjárhagsstuðningur úr ríkissjóði og sveitarsjóðum landsins við ferðaþjónustuna heyri sögunni til!
mbl.is Hóta að taka Ísland út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætt af þeim!

Það er vitað að það getur haft góð áhrif á þá sem eru að verða elliærir og horfa framan í tilgangsleysi framtíðarinnar, að vera haldið gott hóf þar sem ferill viðkomandi gamalmennis er mærður.  Þetta á auðvitað alveg sérstaklega við þegar í hlut á gamalmenni sem hefur um áratugaskeið verið ótæpilega hampað af sjálfum sér og sjálfsagt nokkrum öðrum, en upplifir sér til hrellingar að það eru ekki "allir" lengur með glenntan skjá og galopin eyru, þegar hann básúnar.  Enda sér hann ekki sjálfur að mestmegnis er um ellióra að ræða.  Það er svo ekkert verra að tilkallaðir mærendur eru nafntogaðir "snillingar" og gerir ekkert til þótt þar séu á ferð sjálfmærendur á borð Stefán Ólafsson, Þorvald Gylfason, Guðmund Ólafsson, Árna Pál Árnason, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Guðmund Andra Thorsson!  Enda segjast þau nú öll hafa setið við fótsköt "meistarans"!
mbl.is Málþing til heiðurs Jóni Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverjir eiga 10 - 11?

Ég þreytist seint á að segja sögu frá því fyrir nokkrum árum síðan, að ég var staddur þar sem virðuleg frú var að dásama Jóhannes og Jón Ásgeir fyrir Bónusverslanir sínar og lágu verðin; samanborið við helvítis okurbúllurnar sem íhaldsgróðapungar reka.  Ég spurði hana sérstaklega um 10-11 búðirnar og konan náði ekki upp í nef á sér fyrir bræði yfir þeirri mafíustarfsemi og gott ef hún nefndi ekki að það væri augljóst að hundingjarnar, eigendur þeirra, gerðu hreinlega út á gamla fólkið sem ekki hefði jafn mikil tækifæri á að stunda stórverslanirnar.  Auðvitað sagði ég frúnni að það væru þeir Jón Ásgeir og Jóhannes sem ættu 10-11 búðirnar líka, en það var bara ekki orði við hana komandi og ég er viss um að frú þessi heldur enn að það séu einhverjir einkavinir Davíðs og Björns Bjarnasonar sem reka búðirnar!  Hvernig væri að fara að tala alltaf um "Jóhannes í 10-11"?
mbl.is 348% verðmunur á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdi Skallagrímur að tala við Kolbrúnu??

Hún segir að það sé "félaga hennar í flokknum að raða í sæti".  Er ekki Steingrímur að boða að það verði almennir kjósendur sem raði listunum í kosningunum strax í vor??
mbl.is Vill vera áfram í forystusveit VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband