Afsakið fyrirfram!

Eins og búast mátti við, ætla þeir í minnihlutasjórninni sér ekki stóra hluti og hafa því vaðið vel fyrir neðan sig, svo þeim geti skolað upp á grynningarnar þegar kemur að kosningum í vor.  Þeir ætla að halda væntingum kjósenda í algjöru lágmarki og segja að þeir hafi í raun verið þvingaðir til allra óvinsælla aðgerða; og, vel að merkja, allt hafi hvort eð er verið Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Að Samfylkingin hafi í rauninni ekki setið í ríkisstjórn í tæp tvö ár og að Framsókn, "ljósmóðirin" með klíputangirnar, hafi síðast komið að stjórn landsins einhvern tímann á síðustu öld!
mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna ritskoðunaráráttu "viðurkennds" bloggara:

Ég leyfði mér áðan að setja athugasemd við skrif Akureyringsins Stefáns Friðriks hér að neðan.  En  Stefán er með ritskoðunaráráttu og birtir ekkert nema það sem honum er þóknanlegt.  Ég er sumsé greinilega í "ónáð" hjá almættinu og skrifa þetta því aftur á vettvang sem ég vona að Stebbi hafi ekkert um að segja.  Ég sagðist nefnilega ekki styðja Bjarna til formanns flokksins á komandi landsfundi og sagðist vera að bíða eftir hvað Þorgerður Katrín varaformaður hygðist gera, en að ég myndi styðja hana byði hús sig fram.  Einnig sagðist ég helst vilja fá Þorgerði og Hönnu Birnu borgarstjóra í Reykjavík til forystu flokksins eins og í pottinn er búið.  Bjarni er hreinlega ekki rétti maðurinn á þessum tíma; hvað svo sem síðar verður!


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband