Alltaf misskilin!

Ég viðurkenni fúslega að ég hef aldrei skilið Björk Guðmundsdóttur og þegar af þeirri ástæðu lítið lagt upp úr áliti hennar á lífsbaráttunni.  Þetta sama á við um alla hina áhafnarmeðlimi alþjóðlega þotuliðsins, eins og t.d. Madonnu, Bónó, SpíraBritní, Tom Krús og miklu fleiri sem ekki vita aura sinna tal; en leggja samt mikið á sig til þess að staðsetja féð þar sem Skattmann sér það ekki!  Ég hef alltaf getað haft stjórn á vatnsláti mínu þegar þetta dót birtist og "tekur aðra til bæna"!!!
mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú átt ekkert að vera að skammast þín fyrir að vera þroskaheftur Halldór. það er alveg eðlilegt hjá þeim sem eru það. Gott samt að þú hafir stjórn á "vatnsláti" þínu...

Óskar Arnórsson, 4.8.2010 kl. 09:17

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Frá takkaborði hægðateppts fasista eins og Óskars Arnórssonar er einkunn eins og þroskaheftur hreinasta eyrna- og augnahunang!  Kærar þakkir!

Halldór Halldórsson, 4.8.2010 kl. 09:36

3 identicon

Gaman að koma inn á svona blogg þar sem menn eru hverjum öðrum gáfaðari í ummælum.

Er kaldhæðni list hér ?

Það má vel vera að Björk og fleira þotulið gætu komið landinu betur til hjálpar með því að borga skatta hér. Hinsvegar er það alger staðreind að hún hefur lagt sig fram á mörgum sviðum til að hjálpa landinu gríðarlega. Þegar upp verður staðið þá mun það að mínu mati hjálpa landinu mun meira en þessar skatttekjur. Þú ættir frekar að lofa framtak fólks en að setja út á það sem þau gera ekki algerlega samkvæmt þínu geði.

Bono t.d og félagar hafa gert meira fyrir heimsfrið en flestir menn í heiminum. En jú þú villt gagnrýna þetta fólk. Gangi þér vel með þitt fullkomna líf. (kaldhæðni)

Már (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Björk er einn besti talsmaður Íslands og alveg er mér nákvæmlega sama hvar hún borga sína skatta. Eða hvort hún borgar skatta yfirleitt. Kemur málinu ekkert við. Tek undir með Már. Það er engin gáfaður á Íslandi. Menn héldu það bara og nú er komið í ljós að það var bara misskilningur...

Óskar Arnórsson, 4.8.2010 kl. 11:00

5 identicon

Það er rétt hjá Halldóri þarna er um tvöfaldan móral að ræða, en þar eiga þessir aðilar minst að fá gagríni vegna sinnar baráttu. Það er ekki fullkomið líf að vera heiðarlegur,  borga skatta og gera hreint fyrir sínum dyrum. Hið fullkomna líf er að vera siðblindur, það finnst  allur pakkin í því ágæta orði. (sem sagt gráðugur tækifærissinni, rífa hækju/hjólastól ömmu sinnar og  selja hana/hann fyrir lítið). En þar getur maður minst tekið þessa einstaklinga i efsta sæti Halldór. Björk er vel skiljalegt náttúrubarn með kanski smitun af græðgi , en með virðingu fyrir landi og þjóð. Björk hefur líka kynnt landið fyrir alheimnum , hinir hafa verið að selja landið eða gefa (sem sagt þassir siðblindu). Vitlaus kaldhæðni  Már. Í nútíma hugsun er er hin fullkomni siðblindur, þeir sem eru ekki með í ferðalagi græðginnar eru þeir ófullkomnu.

Ingolf (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband