Nú skal hefnt!

Mér finnst ríkjandi í sambandi við afleiðingar "Sannleikskýrslunnar" og þingmannanefndina að menn vilji líta alveg burt frá hvernig lögin voru skrifuð og hvernig refsiákvæði eru.  Nei!  Nú eigi taka upp og meta störf manna með gleraugum ársins 2010.

Það er þegar ljóst að allir vildu hafa gert hluti öðruvísi en þeir gerðu og þeim stjórnmálamönnum sem hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa undanfarna tvo áratugi eða svo, hefur sannarlega verið bent á að við bjuggumst við meiru af þeim.

Meirihluti þingmannanefndar "Sannleikans" ætlar sér nú að ákæra nokkra fyrrverandi ráðherra og "sparka í þá" í nafni þjóðarinnar.  Að mínum dómi er þetta einungis "populismi" og í andstöðu við orðanna hljóðan í lögum.  Lögin eru að sönnu úrelt, en eftir þeim verður þó vonandi dæmt; en ekki mati manna á hvernig þau ættu að vera.

Mér finnst, fyrst "nefndin" var að fara út fyrir rannsókanrskýrsluna og leggja "mat" á meinta sekt ráðamanna, þá átti hún að ákveða að:

1. Allir þingmenn á Alþingi frá einkavæðingu bankanna yrðu settir fyrir LANDSDÓM og þar fundnir sýknir eða sekir.

2. Allir ráðherrar í ríkisstjórnum frá einkavæðingu bankanna yrðu settir fyrir LANDSDÓM og þar fundnir sýknir eða sekir.


mbl.is Hrunið ekki rakið til stjórnmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ég var einmitt að hugsa það sama.  Þó svo að það megi segja að ábyrgð þessara ráðherra sé mest vegna þeirra stöðu sem þeir höfðu, þá var stjórnmálalega ábyrgðin í höndum bæði ríkisstjórna og alþingismanna.  Stærsta ábyrgðin er samt hjá þeim einstaklingum sem leynt og ljóst réru að því að tæma bankana innanfrá.  Án þeirra áhættusækni og einbeitts brotavilja hefði aldrei orðið neitt hrun á Íslandi, þó svo að niðursveifla hefði orðið eins og víðast hvar annarsstaðar.  Það var þeirra að fara eftir leikreglunum sem voru til staðar.  Þeir brutu af sér og eiga að taka út refsingu fyrir athæfi sitt. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.9.2010 kl. 21:31

2 identicon

Og hvað með þá sem tóku græðgislánin 2004-2008? Svo ekki sé minnst á kjósendur B og D?

Hvar eigum við að draga mörkin?

Og hvar eigum við að byrja?

Hef sjálfur ekkert svar. En einhvers staðar verðum við að byrja...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband