Spark- og friðþægingarkeppnin hafin.

Nú er hafin á Alþingi keppni þingmanna um hver stendur sig best í að sparka í blóraböggla hrunsins og friðþægja sem mest sínar eigin svörtu samviskur.  Fjörutíu og þrjú þeirra sem nú sitja á þingi eiga einhverja aðkomu að þingstörfum þann tíma sem aðdragandi hrunsins var í gangi og áttu því að "vita betur", ekki satt!  Nei!  Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, t.d., vilja láta líta svo út að þau hafi hreinlega aldrei átt minnstu samleið með blórabögglunum Geir, Árna, Ingibjörgu og Björgvini.  Auðvitað hjálpar til við sparkið að þau álíta þjóðina í mikilli þörf fyrir hefnd og þá sé bara betra að finna einhvern sem liggur vel við sparki, í stað þess að fara í kerfislegan uppskurð og tryggingu þess að læra af mistökunum.
mbl.is Umræða um ákærur að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband