1. maí og Þrastasöngur í Skálholti.

Heilt yfir, held ég að þetta sé hinn ágætasti 1. maí.  Byrjaði daginn með því að brjóta "boðorðið" og fara á skrifstofuna og kíkja á nokkur skattframtöl, en setti mig síðan í gírinn að fara með Þröstum til að syngja nokkur lög í Skálholtskirkju.  Nokkuð sérstakt að þar er ekki "leyft" að klappa fyrir frammistöðu; en tel að okkur hafi tekist bara vel til.

En nú er söngári okkar Þrastanna lokið, að mestu, en þá tekur við enn meiri söngur með kirkjukórnum og eins gott að standa sig, þar sem við ætlum að syngja fyrir "ættingja" og vini í Winnipeg 17. júni n.k.

 Í millitíðinni koma kosningar og þetta lítur bara vel út fyrir okkur sjálfstæðismenn, en þar er svo sem ekki á vísan að róa og þetta verður spennandi allt fram á kjördag.  Það kæmi mér alls ekki á óvart að "fjórflokkurinn", hataði og forsmáði, kæmist til valda og að það yrði ókleift að mynda tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins.  Þá myndu Ingibjörg og Steingrímur Joð leggja sig í líma við að mynda þriggja flokka "vinstri" stjórn með Framsókn og hver vill veðja við mig um að þá heyrðust einhverjar yfirlýsingar um að það væri algerlega ófært og óheyrt að púkka upp á slíkan örfylgisflokk og að færa honum völd langt umfram fylgi; þegar Framsókn fengi í slíkri stjórn nákvæmlega það sem þeir færu fram á!!??


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband