Nú þarf ca. 10% atvinnuleysi!

Hér í Hafnarfirði munaði 88 atkvæðum að samþykkt yrði stækkun álversins í Straumsvík.  Það eru ansi margir sem nú "ganga með veggjum" og vildu að þeir hefðu aldrei úttalað sig um þetta og ennþá fleiri sem segjast "auðvitað hafa kosið með stækkun"; þó ég viti að þeir sömu sátu heima og tóku ekki þátt í kosningunni.

En!??  Er ekki hægt að krefjast annarrar atkvæðagreiðslu?  Getum við, sem viljum nýta auðlindir Íslands, ekki tekið saman og látið "RÖDD" okkar heyrast??  Hvernig væri að setja saman hóp sem er með undirskriftasöfnun um allt land; að nú verði ráðist í 1) Álver í Helguvík, 2) Álver að Bakka, 3) Stækkun í Straumsvík og 4) Olíuhreinsun á Vestfjörðum?  Ég er til í átak!

 Halldór Halldórsson, hahaha@erskil.is

 

 

 


mbl.is Skiptar skoðanir um ákvörðun Þórunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Halldór þegar Deiliskipulagið var fellt árið 2007 en um það var kosið.

Verði hinsvegar gert annað Deiluskipulag krefst það ekki kosningar nema að bæjarbúar kjósi svo.

Hafnarfjarðarbær tapa árlega um 1200 til 1500 milljónir króna í gjöld vegna þess að deiluskipulagið var fellt.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 1.9.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband